Abora Catarina er mjög gott 4**** hótel staðsett neðarlega á Tirajana götunni. Í næsta nágrenni eru verslanir, veitingastaðir og barir. Að ströndinni frá hótelinu eru 800 metra og hótelið býður upp rútuferðir án endurgjalds fram og til baka á ströndina. Stutt frá hótelinu er hægt að ganga á dúnunum.
Í garði hótelsins er stór og fallegur garður með tveimur sundlaugum og barnalaug. Sólbaðsaðstaðan er góð með sólbekkjum, sólhlífum og einnig eru tveir barir í garðinum. Tennisvöllur, borðtennis og líkamsræktaraðstaða er á Abora Catarina. Hægt er að leigja hjól gegn auka gjaldi.
 
Á hótelinu eru tveir veitingastaðir, einn er hlaðborðsveitingastaður og hinn er hefðbundinn veitingastaður.
Mjög fín aðstaða er fyrir börnin, barnalaug með rennibraut og leiksvæði. Á kvöldin er skemmtidagskrá og minidiskó fyrir börnin.
 
Herbergin eru rúmgóð vel búin með nýtískulegum húsgögnum, öll með baði, síma, gervihnattasjónvarpi, öryggishólfi og minibar (gegn gjaldi) og hárþurrku. Á svölum eru húsgögn og þvottagrind.
 
Þráðlaust net er á hótelinu en greitt er sérstaklega fyrir það. Val eru um hálft fæði eða allt innifalið.
Gestamóttaka er opin allan sólarhringinn.

Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Keflavík

Kanarí
Herbergi 1


Herbergi 2


Herbergi 3


Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Aðrir áhugaverðir kostir