Yfirlit

Ferðatímabil
Flogið er út fimmtudaginn 14. mars og heim mánudaginn 18. mars. 
 
Hvernig bóka ég þessa ferð?
Til að bóka þessa ferð þá er leitarform hægra megin á síðunni. Þar getur þú valið um fjölda herbergja og gesta í hverju herbergi ásamt að velja ferðatímabil. Eftir að smellt hefur verið á leitarhnappinn er sýnd leitarniðurstaða. Leitarniðurstaðan sýnir valin hótel og flug.
 
Grunnpakkinn inniheldur flug, gistingu og miða á leikinn.
 
Vinsamlegast athugaðu hvaða flugfélag og flugvöllur eru valdir í kaupferlinu. Í flestum ferðum okkar eru fjölmargir kostir í boði.
 
Þegar flug með WOW Air er valið fylgir með 20 kg ferðataska á hvern farþega en aðeins handfarangur (mismundandi stærð) hjá öðrum flugfélögum.
 
Ferð til og frá flugvelli
Það er best að taka Malpensa Express hraðlestina frá flugvellinum til Cadorna lestarstöðvarinnar. Ferðalagið tekur um 40 mínútur. Þaðan er síðan hægt að taka Metro, leigubíl eða ganga á hótelið. Svo er auðvita hægt að taka leigubíl frá flugvellinum á hótelið. 
 
Hér er hægt að skoða kort af Metro lestarkerfinu í Mílanó.
 
Það er um að gera að skoða leiðina á Google Maps fyrir brottför.
 
Leikur
Leikur AC Milan og Inter fer fram sunnudaginn 17. mars klukkan 20:30. Athugið að leiktíminn getur breyst vegna sjónvarpsútsendinga eða af öðrum ástæðum með stuttum fyrirvara.
 
Heimavöllur AC Milan heitir San Siro. Best er að taka Metro til San Siro. Næsta lestarstöð við völlin er San Siro Stadio, M5 línan. Einnig er hægt að fara með M1 línunni á Piazzale Lotto lestarstöðinni og ganga með Viale Caprilli götunni að San Siro.
 
Hér er hægt að skoða kort af Metro lestarkerfinu í Mílanó.
 
Þetta eru miðar á langhlið vallarsins. 
Miðarnir á leikinn eru afhentir á hóteli við komu eða sendir í tölvupósti stuttu fyrir brottför.
 
Netgíró
Núna er hægt að greiða með Netgíró á vefsíðu okkar. Þegar kemur að greiðslu þá er hægt að velja um greiðslukort eða Netgíró.
 
Kortalán / Pei
Kortalán Valitors gerir Gaman Ferðum kleift að bjóða korthöfum einfalda og örugga greiðsludreifingu við kaup á ferðum hjá okkur. Greiðsluskipting vegna ferðakaupa getur verið í 3 til 12 mánuði og eru vextir breytilegir. Hámarksheimildir miðast við úttektarheimild, skuldastöðu, aldur og viðskiptasögu korthafa. Hafðu samband í síma 560-2000 eða sendu póst á gaman@gaman.is ef þú hefur áhuga á því borga ferðina með kortaláni eða Pei.

Hvað er innifalið

  • Flug
  • Gisting
  • Miði á leikinn
  • 20 kg ferðataska (bara WOW air)

Frá 134.900 kr. á mann

Það er einstök tilfinning að fara á leik á San Siro. Nú eru það leikmenn Inter sem koma í heimsókn. Komdu með og upplifðu einstaka skemmtun beint í æð. Þetta verður bara GAMAN!

Hafðu samband

Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

560 2000

Aðrir áhugaverðir kostir