• Sérferðir
 • Borgarferðir
 • Fótbolti
 • Tónleikar
 • Skíði
 • Siglingar
 • Hreyfiferðir


  Herbergi 1  Herbergi 2  Herbergi 3  Bristol er talin ein sú fallegasta borg í Bretlandi

  Bristol er hafnarborg og á sér langa og skemmtilega sögu. Borgin er byggð á hæðóttu landslagi og er borgarpríðið glæsilega Clifton hengibrúin. Kirkjan St. Mary Redcliffe í Litrík veggjakrot má finna um alla borg eftir hinn heimsfræga veggjakrotara Banksy, en hann ólst upp í Bristol. Borgin er ein sú sólríkasta í Bretlandi og er þetta því tilvalinn borg til þess að hefja ævintýrið um Suður England.
  En stutt er þaðan að sækja í til dæmis Bath og Glaucester. Við mælum með dagsferð til stórfenglegu Wales sem er rétt handan við hornið. Auðvelt er að ferðast um borgina gangandi enda er borgin ekki stór að flatarmáli. Þið vitið að stærðin skiptir ekki alltaf máli, þó hún sé smá þá er sko meira en nóg um að vera í borginni.
  Hjólamenningin er líka mikið í Bristol og mælum við með að leigja sér hjól og taka rúnt um borgina. 
  Bristol var fyrsta borgin í Bretlandi til þess að vera útnefnd græn höfuðborg en þau standa mjög framanlega í umhverfismálum og sjálfbærri þróun.
  Great Britain er þekkt skipasafn og vinsæll ferðamannstaður í höfninni í Bristol. Skipið var á sínum tíma eitt lengsta skip sinnar tegundar. Það var fyrsta áætlunarskipið til þess að sigla frá Evrópu (Bristol) til New York.
  Ekki er þó allt sem það sýnist í Bristol! Þar eru alltaf spennandi listasýningar í gangi og má þar til dæmis finna eitt leikhús í gamalli bruggverksmiðju og annað leikhús fyrir ofan stóran skemmtistað.
  Vinsæll sýningarsalur er svo á gömlu klósetti. Já, þú last rétt, hann er vinsæll! Það er furðulega skemmtilegt lið í Bristol ;)
  En við þökkum fyrir það þar sem skemmtilega furðulega liðið gaf heiminum Ribena drykkinn sem við íslendingar þekkjum vel og einnig eru teiknimyndafígúrurnar Wallace og Gromit frá Bristol.
  Versla í Bristol
  Hverfið Bristol Shopping Quarter er hverfi sem allir eiga að finna eitthvað við sitt hæfi hvort sem það sé vintage, retro eða hátíska. Park Street og Tiangle eru verslunargötur með nýjustu tísku á hreinu.
  Í Old Market Quarter finnur þú markaði. Verslunarmiðstöð er í Cribbs Causeway. 
  Mikið er um sjálfstæðan rekstur í Bristol og er Gloucester Road lengsta gata í Evrópu sem hefur aðeins sjálftæðan rekstur.
  Eitt sinn stóð til að Tesco ætti að opna í götunni en þá tóku íbúar Bristol sig til og mótmæltu harðlega. Úr varð að Tesco opnaði ekki á Gloucester Road og heldur hún því ennþá þeim skemmtilega titli, lengsta gata í Evrópu þar sem aðeins er að finna sjálfstæðan rekstur.