• Sérferðir
 • Borgarferðir
 • Fótbolti
 • Tónleikar
 • Skíði
 • Siglingar
 • Hreyfiferðir


  Herbergi 1  Herbergi 2  Herbergi 3  Þessi ofurspennandi stórborg er umvafinn frægðarljóma, enda er borg englanna höfuðborg heimsins í skemmtanariðnaðinum og heimili fjölmargra af skærustu kvikmyndastjörnum heims. Gaman Ferðir fljúga til Los Angeles í beinu flugi með WOW air. 
  LA er eins og smækkuð mynd af Bandaríkjunum en þar má finna fallegar strendur, fjöll, háhýsi, dreifbýli og ótrúlega náttúrufegurð. Fjölmargir möguleikar eru í draumaborginni og alltaf eitthvað um að vera. Mannlífið á Santa Monica og Venice Beach er fjölbreytt og iðandi.
  Gaman er að skoða útsýnið frá Hollywood skiltinu og Griffith Observatory og láta fara vel um sig á Malibu ströndinni. Hægt er að eyða heilum degi í Universal Studios og kíkja í verslanir á Melrose svæðinu eða í verslunarmiðstöðvum.
  Ekki má svo gleyma að rölta eftir Hollywood Walk of Fame götunni. Þar er að finna yfir 200 leikhús og 100 listasöfn enda sannkölluð menningarborg. Ef þetta er ekki næg ástæða til að fara að sleikja sólina með baðvörðunum þá vitum við ekki hvað.