• Sérferðir
 • Borgarferðir
 • Fótbolti
 • Tónleikar
 • Skíði
 • Siglingar
 • Hreyfiferðir


  Herbergi 1  Herbergi 2  Herbergi 3  Töfraborgin Miami 

  Hvað er yndislegra en að skella sér í sólina á Miami og njóta þess sem þessi frábæra borg hefur uppá að bjóða. Gaman Ferðir eru með ferðir til Miami með beinu flugi WOW air, gott úrval gististaða er að finna í borginni.
   
  Miami gengur undir nafninu The Magic City eða töfraborgin. Miami-borg er skipt í fjóra hluta, Norður, Suður, Vestur og Miðbæinn sem er auðvitað hjarta borgarinnar. Í borginni er næturlífið eins og best verður á kosið, frábærir verslunarkjarnar,skemmtilegt líf við sjóinn, auk fjöldann allan af golfvöllum.
   
  Miami er fræg fyrir gullnar strendur, heitan sjó, arkitektúr og frábært næturlíf. Miami er einnig þekkt fjölskylduparadís og geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi á Miami, hvort sem ætlunin er að sveifla golfkylfunni, skoða náttúru og dýralíf, drekka í sig menningu og listir eða einfaldlega slappa af á ströndinni. Þá er Miami borgin.