• Sérferðir
 • Borgarferðir
 • Fótbolti
 • Tónleikar
 • Skíði
 • Siglingar
 • Hreyfiferðir


  Herbergi 1  Herbergi 2  Herbergi 3  Stokkhólmur er einstaklega fögur borg og stútfull af spennandi sögu, menningu og iðandi mannlífi. Gaman Ferðir eru með ferðir til þessar skemmtilegu borgar í beinu flugi með WOW air.
   
  Fjölbreyttir gistimöguleikar eru í boði fyrir farþega okkar í Stokkhólmi hvort sem þú vilt þriggja stjörnu gistingu eða fimm stjörnu lúxus að hætti Svía. Borgin skiptist í ólíka borgarhluta. Í Gamla Stan sem er gamli hluti Stokkhólms er konungshöllin og gamla þinghúsið ásamt merkum byggingum.
   
  Svo er tilvalið að heimsækja Söder þar sem listamenn og hönnuðir hafa hreiðrað um sig en þar er fjöldinn allur af skemmtilegum vintage búðum, kaffihúsum og veitingahúsum.
   
  Eitt þekktasta kennileiti borgarinnar er Ráhús borgarinnar. Við mælum með bátsferð um borgina þar sem borgin er byggð á fjórtán eyjum og stundum kölluð Feneyjar norðursins. Í Stokkhólmi er vinælt ABBA safn sem harðir eurovison aðdáendur ættu að kynna sér.