• Sérferðir
 • Borgarferðir
 • Fótbolti
 • Tónleikar
 • Skíði
 • Siglingar
 • Hreyfiferðir


  Herbergi 1  Herbergi 2  Herbergi 3  Tel Aviv besta strandborg heims

  Tel Aviv er nýr áfangastaður Gaman Ferða, flogið er í beinu flugi með WOW air til þessarar stórfenglegu borgar. Tel Aviv er önnur stærsta borg Ísrael, þessi nútímalega og skemmtilega borg stendur við Miðjarðarhafið og er á lista yfir bestu strandborgir heims. 
  Borgin er þekkt fyrir líflegt og iðandi næturlíf, skemmtilega stemmningu, byggingalist og merkilega sögu.Tel Aviv er alvöru heimsborg sem sést best á ævintýralegri matarmenningu en hægt er að bragða á ljúffengum mat á hverju götuhorni. Milljónir heimsækja borgina árlega og er um klukkutíma akstur til Jerúsalem, sem lengi var talin miðja jarðarinnar og helsta borg veraldar. Ferðamenn sem hafa farið til Tel Aviv a síðustu misserum róma þá öryggisgæslu sem þar er. Tel Aviv er sannarlega ógleymanlegur áfangastaður.