Algengar spurningar og svör

Af hverju finn ég ekki bókunina mína í „Mínar bókanir“?

Þann 16. janúar 2018 tókum við upp nýtt bókunarkerfi og því er ekki hægt að nálgast bókanir sem gerðar voru fyrir þann tíma á síðunni okkar. Hægt er að senda okkur póst á gaman@gaman.is eða hafa samband í síma 560-2000 til að fá upplýsingar um bókunina.

Hvenær þarf ferðin að vera fullgreidd ?

Fullgreiða þarf ferð 56 dögum / 8 vikum fyrir brottför, Gaman Ferðir senda áminningapóst á farþegar hafi greiðsla ekki borist fyrir þann tíma.

Hvernig greiði ég fyrir ferðina ?

Hægt er að greiða með Visa, Mastercard greiðslukorti og Netgiró í gegnum vefsíðu Gaman Ferða. Hafa samband við okkur í sima 560-2000 og greiða með símgreiðslu. Raðgreiðslusamningur í gegnum Valitor Greiðsludreifing hjá Netgíró eða Pei. Einnig er hægt að millifæra inn á bankareikning.

Er greitt aukalega fyrir að bóka á skrifstofu Gaman Ferða eða í gegnum síma ?

Ekki er greitt aukalega fyrir að bóka í gegnum sölufulltrúa Gaman Ferða.

Ég vil tryggja mér ákveðið sæti í flugvélinni, er það hægt ?

Já það er hægt að bóka sæti í flugvélum WOW air og greitt er sérstaklega fyrir það. Ef þú vilt bóka sæti þá endilega hafðu samband við okkur í síma 560 2000 eða sendu okkur tölvupóst á gaman@gaman.is

Ferðatryggingar

Gaman Ferðir bjóða ekki upp á forfallatryggingu með ferðum sínum. Gott er að kynna sér þær tryggingar sem tilheyra greiðslukortunum eins er hægt að kaupa forfalla og ferða tryggingar í gegnum tryggingafélögin.

Við bendum okkar farþegum á að kynna sér málið betur hjá greiðslukortafyrirtæki sínu og/eða tryggingafélagi sínu.

Hvað er innifalið í pakkaferð Gaman Ferða?

Frá og með 1. júní 2017 er flug, skattar, 20 kg taska, handfarangur samkvæmt skilmálum WOW air og gisting innifalin í pakkaferðum Gaman Ferða.

Er hægt að innrita sig á netinu ?

Já farþegar geta innritað sig 24 klst. fyrir brottför á heimasíðu WOW air. ATH það farþegar þurfa að hafa sérstakt sex stafa flugbókunarnúmer til þess að það sé hægt. Ef þetta sex stafa númer er ekki á bókunarstaðfestingunni þinni getur þú haft samband við okkur hjá Gaman Ferðum og við gefum þér upp þetta flugbókunarnúmer.

Auka farangur ?

Hægt er að kaupa aukafarangursheimild eða bóka sérfarangur eins og skíði eða golfsett. Verðið er mismunandi eftir áfangastöðum, bóka þarf auka farangur i síðasta lagi 24 tímum fyrr brottför.

Mælum með að farþegar okkar kynni sér þjónustugjöld WOW air.

Hvað má ég taka með mér af handfarangri ?

Innifalið í flugmiðanum þínum er ein lítil handfarangurstaska að hámarki 42x32x25cm (10kg) með handfangi og hjólum. Þessi farangur fer undir sætið í vélinni. Hægt er að kaupa auka farangursheimild fyrir stóra handfarangurstösku að hámarki 56x45x25cm (12kg) með handfangi og hjólum.

Týndur farangur

Allt getur gerst í ferðalögum og viljum við að farþegar okkar séu upplýstir um hvað skal gera ef farþegi verður fyrir því að farangur glatist eða skemmist.

Ef farangur skilar sér ekki eftir flug þá þarf að fylla út skýrslu hjá farangursþjónustu á flugvellinum, ekki er hægt að gera skýrslu eftir að farið er út af flugvellinum.

Þegar búið er að fylla út skýrsluna fer starfsfólk flugvallarins að kanna hvar farangurinn er staddur. Um leið og farangurinn finnst verður haft samband við þig og henni komið til þín eins fljótt og auðið er.

Fyrstu 5 dagana sér starfsfólk flugvallarins alfarið um leitina að töskunni þinni. Eftir þann tíma sér starfsfólk flugfélagsins um leitina.

Þeir sem hafa fyllt út skýrslu vegna týnds farangurs/seinkun á farangri geta fylgst með stöðunni á leitinni hér.

Skemmdur farangur

Senda þarf flugfélaginu afrit af skýrslunni sem þú fylltir út á flugvellinum, ásamt myndum af tjóninu og afriti af flugmiðanum þínum.

Hverju þarf ég að framvísa við innritun í flug ?

Við innritun þarf að framvísa gildu vegabréfi og bókunarnúmeri. Það er alltaf gott að hafa útprentaða bókunar staðfestingu með sér þegar innritað er í flug.

Hvernig fæði er í boði á gististöðum Gaman Ferða ?

Hægt er að velja um gistingu án fæðis, með hálfu fæði, fullu fæði eða allt innifalið.

Þegar hálft fæði er valið þá er morgunverður og kvöldverður innifalinn.

Þegar fullt fæði er valið þá er er morgunverður, hádegisverður og kvöldverður innifalinn.

Þegar allt innifalið er valið þá er morgunverður, hádegisverður og kvöldverður ásamt innlendum áfengum og óáfengum drykkjum.

Eru Gaman Ferðir með fararstjóra ?

Gaman Ferðir eru ekki með fararstjóra í sólarlanda og borgarferðum en hins vegar sendum við öllum okkar farþegum ferðagögn stuttu fyrir brottför. Þar sem er að finna neyðarnúmer og annan skemmtilegan fróðleik um áfangastaðinn þinn. Í sérferðum er boðið uppá íslenska fararstjórn.