Alhambra er gott 3 *** hótel staðsett aðeins 100 metrum frá ströndinni í Santa Susanna. Í garði hótelsins eru tvær sundlaugar, þar af önnur barnalaug og góð sólbaðsaðstaða með sólhlífum. 
 
Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður,  a la carte veitingastaður og tveir barir. Á kvöldin er skemmtidagskrá fyrir börn og fullorðna í garði hótelsins. Í kjallara Alhambra er diskótek sem er opið fram eftir nóttu fyrir þá sem vilja vaka lengur. Yfir daginn er starfræktur barnaklúbbur fyrir börn á öllum aldri.
 
Herbergin eru ágætlega rúmgóð útbúin helstu þægindum eins og flatskjá, loftkælingu, minibar, og öryggishólfi (gegn gjaldi). 
Herbergin taka allt að fjóra fullorðna. Hægt er að greiða aukalega fyrir hálft fæði eða fullt fæði. Þráðlaust net er án endurgjalds á sameiginlegum svæðum hótelsins. 
 
Sérstakur gistiskattur er á öllum hótelgistingum í Katalóníu og þarf hver farþegi að greiða 1 evrur pr. mann pr. nótt, þó ekki meira en fyrir sjö nætur og greiðist þetta beint til hótelsins.

Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Keflavík

Santa Susanna
Herbergi 1


Herbergi 2


Herbergi 3


Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Aðrir áhugaverðir kostir