Anabel er mjög gott 4**** hótel í hjarta Lloret de Mar í aðeins 5 mínútna göngufjarlægð frá ströndinni. Sundlaugagarðurinn er stór með góðri sólbaðsaðstöðu, sundlaug og barnalaug. Herbergin eru alls 246 og hægt er að vera í tveggja, þriggja eða fjögurra manna herbergjum.
 
Herbergin eru snyrtileg og fallega innréttuð og útbúin helstu þægindum sem og síma, sjónvarpi, loftkælingu, öryggishólfi og lítill ísskápur sem er á öllum herbergjum.
 
Á hótelinu er skemmtidagskrá fyrir börn og fullorðna yfir hásumartímann. Gott fjölskylduhótel með góðri þjónustu og frábærri staðsetningu. Frítt þráðlaust net er á Anabel og á herbergjum. Heilsulind með nuddpotti, sauna og líkamsræktartækjum er í boði án endurgjalds fyrir gesti hótelsins. Val er um hálft fæði eða fullt fæði. 
 
Sérstakur gistiskattur er á öllum hótelgistingum í Katalóníu og þarf hver farþegi að greiða 1 evrur pr. mann pr. nótt, þó ekki meira en fyrir sjö nætur og greiðist þetta beint til hótelsins.
 

Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Keflavík

Lloret de Mar
Herbergi 1Herbergi 2


Herbergi 3


Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Aðrir áhugaverðir kostir