Yfirlit

Arsenal klúbburinn á Íslandi í samvinnu við Gaman Ferðir hefur ákveðið að efna til hópferðar á leik Arsenal - Liverpool. Innifalið í verði er flug, gisting á 4* hóteli í þrjár nætur með morgunverði, miði á leikinn, rúta og íslensk fararstjórn. 
 
Athugið að lágmarksþátttaka í ferðina er 16  manns og náist sá fjöldi ekki áskilur Gaman Ferðir sér rétt til að fella ferðina niður. 
 
Ferðatímabil
Flogið er út föstudaginn 2. nóvember og heim mánudaginn 5. nóvember.
 
Hvernig bóka ég þessa ferð?
Hægra megin á síðunni er bókunarhnappur. Smellir á hann og fylgir þú næstu skrefum til að klára bókun.
 
Ferð til og frá flugvelli
Rúta bíður eftir hópnum á flugvellinum og fer beint á hótelið. Rúta mun einnig fara með hópinn á mánudeginum frá hótelinu á flugvöllinn. Tímasetning rútu á mánudeginum verður auglýst síðar.
 
Hótel
Gist á 4* hótel í þrjár nætur með morgunverði. Holiday Inn Regents Park. Einungis tvíbýli eru í boði. 
Til að bóka einbýli þarf að senda póst á sport@gaman.is. Aukakostnaður við einbýli er 32.500 kr.
 
Leikur
Leikur Arsenal og Liverpool fer fram laugardaginn 3. nóvember klukkan 15:00. Athugið að leiktíminn getur breyst vegna sjónvarpsútsendinga eða af öðrum ástæðum með stuttum fyrirvara.
 
Heimavöllur Arsenal heitir Emirates Stadium. Næsta lestarstöð við völlinn er Arsenal. Einnig er hægt að fara á Hollaway road, Highbury& Islington og Finsbury Park stutt frá. Á leikdegi er álag á lestarkerfinu og því gæti verið betra að fara tímalega af stað.
 
Miðarnir á leikinn eru afhentir í rútunni á leið uppá hótel. Miðarnir eru í block 121-124.
 
Kortalán / Pei
Kortalán Valitors gerir Gaman Ferðum kleift að bjóða korthöfum einfalda og örugga greiðsludreifingu við kaup á ferðum hjá okkur. Greiðsluskipting vegna ferðakaupa getur verið í 3 til 12 mánuði og eru vextir breytilegir. Hámarksheimildir miðast við úttektarheimild, skuldastöðu, aldur og viðskiptasögu korthafa. Hafðu samband í síma 560-2000 eða sendu póst á gaman@gaman.is ef þú hefur áhuga á því borga ferðina með kortaláni eða Pei.

Hvað er innifalið

 • Flug
 • Gisting með morgunverði
 • Miði á leikinn
 • 20 kg ferðataska og handfarangur samkvæmt WOW Air
 • Rúta 
 • Íslensk fararstjórn

Holiday Inn Regent's Park

Carburton Street, London, W1W5EE

Holiday Inn Regents Park er 4 stjörnu hótel í hjarta London. Herbergin eru nútímaleg með baði, sturtu og háþurrku. Einnig er gervihnattasjónvarp , loftræsting og teketill.

Veitingastaðurinn Junction er á hótelinu þar sem ekta breskur matur er á boðstólnum. Einnig er hótelbar á Holiday Inn

Í næsta nágrenni við hótelið:

 • Madame Tussauds er aðeins í 1 km göngufjarlægð
 • Sherlock Holmes safnið er aðeins í 1,3 km göngufjarlægð
 • London Zoo er í garðinum Regents Park og er aðeins í 1,8 km göngufjarlægð
 • Verslanirnar á Oxford Street eins og Apple, H&M, Zara og Burberry eru aðeins í 1,1 km göngufjarlægð
 • Covent Garden er aðeins í 1,6 km göngufjarlægð frá hótelinu.
Næsta lestarstöð

Neðanjarðarlestarstöðvarnar sem er næst Holiday Inn Rengents Park eru:

Great Portland Street og er aðeins í 3 mínútna göngufjarlægð frá hótelinu.

Warren Street og er aðeins í 7 mínútna göngufjarlægð frá hótelinu.

Frá 129.900 kr. á mann

Það að heimsækja Emirates Stadium er góð skemmtun. Hvað gerist þegar Liverpool kemur í heimsókn á Emirates Stadium. Þetta verður eitthvað! Komdu með og upplifðu einstaka skemmtun beint í æð

Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

560 2000

Aðrir áhugaverðir kostir