Yfirlit

Fararstjóri Lilja Hilmarsdóttir. 
 
Flogið út kl. 06.00 til Berlínar þann 6 desember og við komu bíður áætlunarbifreið og ekur farþegum á hótelið sem gist er á Leonardo Royal Alexanderplatz  , sem er  vel staðsett hótel í hjarta borgarinnar.  Þar í kring er allt sem hugurinn girnist, góð veitingahús, merkileg og glæsileg kennileiti og markverðar byggingar frá ýmsum tímabilum sögunnar sem og allar helstu verslanir borgarinnar. 
 
 
Strax við komu á hótel er farið í smá vettvangskönnun um næsta nágrenni og farþegum bent á ýmislegt spennandi. 
Næsta morgun kl. 10.00 er farið í skoðunarferð um borgina í 4 klukkustundir og margt spennandi og áhugavert skoðað svo sem eins og stjórnsýsluhverfið, Potsdamer Platz, Kurfürstendamm, Ólympíuþorpið, gyðingahverfið, múrinn   og að þekktustu landamærastöð kalda stríðsins „Check Point Charlie“ o.s.frv.
Lilja gjörþekkir borgina sögu hennar og kennileiti. 
Skoðunarferð um borgina kostar 4800 kr. og þarf að bóka sig í hana og greiða á skrifstofu Gaman Ferða áður en ferðin hefst. 
 
 
Síðdegið frjálst.  Um kvöldið farið sameiginlega út að borða í „þýskan jólamat“, gæs með eplum, rauðkáli og tilheyrandi. 
 
Næsta morgun laugardag 8 desember er farið í gönguferð og komið við á einum þekktasta og fallegasta jólamarkaði borgarinnar.    Farþegar fræðast um þýskt jólahald og venjur.  Síðan er farið á slóðir Stasi leynilögreglunnar og þetta er mjög fróðleg og spennandi ferð. 
 
Sunnudagur 9 desember.  Brottför frá hóteli kl. 10.00 og flug WOW heim kl. 12.40.   
 
Verð á mann í tvíbýli er kr. 83.900 og innifalið er flug með sköttum, 20 kg taska, akstur til og frá flugvelli, gisting í þrjár nætur á 4*hóteli með ríkulegum morgunverði. Íslensk fararstjórn. 
 
Aukagjald vegna einbýlis 17.000 kr
 
Skoðunarferðir og jólamatur er ekki innifalið í verði ferðarinnar.

Hvað er innifalið

  • Flug
  • Gisting
  • Íslenskur fararstjóri 
  • Morgunverðir
  • Akstur til og frá flugvelli
  • 20 kg innritaður farangur
  •  

Leonardo Royal Berlín

Otto-Braun-Straße 90, 10249, Berlín, 10249
Royal Alexanderplatz er vel staðsett við Alexanderplatz, herbergin eru vel búin öllum helstu þægindum.
Frá 83.900 kr. á mann

Sjaldan er Berlín jafn falleg og í jólafötunum, mikið skreytt með ljósum, jólasöng,  jólalögum, englum og öllu tilheyrandi.  Jólamarkaðarnir eru út um alla borg sem og  jólavín (Glühwein), Lebkuchen hunangskökur og alls konar varningur í anda jólanna.  Það er mikið úrval jólatónleika á þessum tíma og er tilvalið að skoða það nánar t.d. í Berlínar Philharmoníunni og eins í Konzerthaus.  Eins er mikið um tónleikahald í kirkjum borgarinnar

Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Aðrir áhugaverðir kostir