Ferðatímabil
Flogið er út föstudaginn 6. apríl og heim mánudaginn 9. apríl.
 
Hvernig bóka ég þessa ferð?
Til að bóka þessa ferð þá er leitarform hægra megin á síðunni. Þar getur þú valið um fjölda herbergja og fjölda gesta í hverju herbergi. Eftir að smellt hefur verið á leitarhnappinn er sýnd leitarniðurstaða. Leitarniðurstaðan sýnir valin hótel og flug. Flogið er með WOW air til Barcelona. Við bjóðum upp á 3* eða 4* hótel í Barcelona. Þú ákveður sjálfur hvort þú vilt hafa morgunverð með eða ekki.
 
Grunnpakkinn inniheldur flug, gisting í 3 nætur, miði á leikinn og 20 kg ferðataska
 
Ferð til og frá flugvelli
Metro lína L9 South line gengur til og frá flugvelli og stoppar á nokkrum stöðum á leið í miðbæ Barcelona. Hægt er að skoða kort hér.
 
Það er um að gera að skoða leiðina á Google Maps fyrir brottför.
 
Leikur
Leikur Barcelona og Leganés fer fram sunnudaginn 8. apríl klukkan 16:00. Athugið að leiktíminn getur breyst vegna sjónvarpsútsendinga eða af öðrum ástæðum með stuttum fyrirvara.
 
Heimavöllur Barcelona heitir Camp Nou. Best er að taka metro á völlinn. Hægt er að taka línu 3, stoppar við Palau Reial eða Les Corts eða línu 5 sem stoppar við Collblanc eða Badal.

Þetta eru category 1 miðar á leikinn, Staðsetning á vellinum er annað hvort:
  • "Tribuna" 1st or 2nd ring on the sides, or 3rd ring
  • "Lateral" central, 1st or 2nd ring
.
Miðarnir á leikinn eru afhentir á hóteli við komu eða sendir í tölvupósti stuttu fyrir brottför.
 
Kortalán / Netgíró / Pei
Kortalán Valitors gerir Gaman Ferðum kleift að bjóða korthöfum einfalda og örugga greiðsludreifingu við kaup á ferðum hjá okkur. Greiðsluskipting vegna ferðakaupa getur verið í 3 til 12 mánuði og eru vextir breytilegir. Hámarksheimildir miðast við úttektarheimild, skuldastöðu, aldur og viðskiptasögu korthafa. Hafðu samband í síma 560-2000 eða sendu póst á gaman@gaman.is ef þú hefur áhuga á því borga ferðina með kortaláni eða Netgíró.

Hvað er innifalið

  • Flug
  • Gisting
  • Miði á leikinn
  • 20 kg ferðataska

Samtals frá
109.900 kr.
Verð eru breytileg og stýrast af
bókunarstöðu á hótelum og flugi.

Það er einstök tilfinning að fara á leik á Camp Nou. Nú eru það leikmenn Leganés sem koma í heimsókn. Komdu með og upplifðu einstaka skemmtun beint í æð. Þetta verður bara GAMAN!


Keflavík

Barcelona

6.apríl

9.apríl


Herbergi 1

Herbergi 2

Herbergi 3

Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

560 2000

Aðrir áhugaverðir kostir