Yfirlit

20.-22. apríl Barcelona
Flogið með WOW air til Barcelona og lent að kvöldi. Farþegar eru keyrðir upp á hótel þar sem gist verður næstu tvær nætur áður en farið verður um borð á Carnival Horizon. Skoðunarferðir munu verða í boði fyrir þá sem hafa áhuga á því og greiðist sérstaklega fyrir það.
 
Barcelona stórborgina er alltaf jafn freistandi að heimsækja. Fegurð borgarinnar er í takt við gestrisni íbúanna. Þessi einstaka borg iðar af lífi hvort sem það er dagur eða nótt. Borgin er borg menningar, lista, matar og tísku. Spánverjar hafa átt frábæra listamenn og þekktustu listasöfn Barcelona eru helguð Pablo Picasso og Joan Míró. Fallegar og sérstæðar byggingar arkitektsins Gaudís príða borgina en þar ber hæst dómkirkjan fræga La Sagrada Familia. Barcelona er einn af helgidómum knattspyrnunnar, Camp Nou leikvangurinn er heimavöllur Barcelona FC. Fyrir fótboltaunnendur er heimsókn á Camp Nou einstök upplifun. Það er yndislegt að sitja á kaffihúsi við Römbluna og gæða sér á tapas og sangríu, rölta um þröngar hliðargötur og kíkja í litlar búðir og bari. Í kringum Ólympíuhöfnina er fjörugt mannlíf með veitingahúsum og skemmtistöðum.
 
 
22. apríl Carnival Horizon
Farþegar verða sóttir á hótel upp úr hádegi og keyrt verður niður á höfn þar sem Carnival Horizon mun bíða okkar. Farið verður um borð og komið sér fyrir. Akkerum er síðan lyft kl 17:00. Farþegar hittast í sameiginlegum kvöldverði og síðan er tilvalið að rölta um skipið og ná áttum og sjá hvað er í boði um borð.
 
23. apríl – Dagur á sjó Carnival Horizon
Þessum degi verður varið á siglingu og nú er tilvalið að nýta sér það sem er í boði um borð á Carnival Horizon. Nú gefst tími til þess að njóta lífsins og hafa það huggulegt.
 
24. apríl - Cagliari, Sardinía, Ítalía
Komið er til Cagliari á Sardiníu að snemma að morgni eða kl 07:00. Sardinía hefur tilheyrt Ítalíu síðan 1861 en fyrir þann tíma var eyjan hluti af konungsríkinu Sardiníu, eða frá 1297 til 1861. Sardinía, önnur stærsta eyjan á Miðjarðarhafinu á eftir Sikiley. Við mælum með að fara í vín og ostasmökkun á Cagliari. En á Sardiníu er framleiddir margir stórkostlegir ostar með Pecorino Sardo fremstan í flokki en aðrir þekktir ostar frá Sardiníu er Casizolu, Gioddu, Casu Axedu og Casu Marzu. Hér má skoða þær ferðir sem í boði eru á Cagliari.
 
 
25. apríl – Napolí , Ítalía
Komið er til Napólí að morgni kl 07:00. Napólí er þriðja stærðsta borgina á Ítaliu á eftir Róm og Mílanó. Borgin hefur að geyma margar mjög fallegar byggingar frá tímum Rómverja og Grikkja og akrkitektúr frá 13. öld. Carnival Horizon fer frá Napólí kl 19:00. Hér má skoða þær skoðunarferðir sem Carnival býður upp á í Napólí
 
 
26. apríl - Róm, Ítalía
Carnival Horizon kemur til Rómar að morgni kl 07:00. Róm hefur verðið kölluð borgin eilífa. Engin borg státar af eins mörgum sögufrægum stöðum og byggingum og Róm. Sixtínska kapellan, Vatíkanið, Péturskirkjan, Kólósseum, Foro Romano og Panþeon. Það er svo ótrúlega margt sem hægt er að skoða í þessari ævintýralegu borg. Farið verður frá Róm kl 20:00. Skoðunarferðir sem í boði eru í Róm má finna hér.
 
27. apríl - Livorno, Flórens og Pisa, Ítalía 
Carnival Horizon kemur til Livorno kl 07:00. Hér gefst farþegum kostur að bóka sig í heilsdagsferð til Flórens og Pisa eða keyra um sveitir Toscana og bragða á eðalvínum. Farið verður frá Livorno að kvöldi eða kl 19:00. Hér má sjá nánar þær ferðir sem eru í boði í þessu stoppi.
 
 
28. apríl - Marseilles, Frakkland 
Frakkland tekur á móti okkur í dag og kemur Carnival Horizon í höfn í Marseilles kl 09:00. Marseille er næst stærsta borg Frakklands á eftir París. Árið 2013 var borgin valin ein af Menningarborgun í Evrópu. Fallegar byggingar einkenna borgina og gaman er að rölta um í miðbænum skoða sig um og njóta dagsins. Carnival Horizon siglir úr höfn kl 18:00. Carnival Cruise býður að sjálfsögðu upp á skoðunarferðir í Marseille og má lesa nánar um þær hér.
 
29.- 30. apríl - Barcelona  
Komið er til Barcelona snemma að morgni eða kl 06:00. Eftir morgunverð komum við okkur úr skipinu og mun rúta bíða okkar og keyra upp á hótel. Herbergin verða þó ekki tilbúin fyrr en um kl 14:00 en hægt verður að geyma farangur á hótelinu. Gistu verður í eina nótt í Barcelona áður en haldið verður heim á leið. Engin skipulögð dagskrá verður þessa daga en fararstjóri verður með viðtalstíma á morgnanna og farþegum innan handar. Flogið verður heim að kvöldi 30. apríl með WOW air.
 
Gott að vita
Ekki eru notaðir peningar um borð í skipinu heldur er notast við kort sem skipafélagið afhendir og á bakvið það er debet eða kreditkort farþega. Greitt er í dollurum fyrir alla auka þjónustu um borð. Áður en ferðin hefst er stofnaður reikningur með debet eða kreditkorti og tekur Carnival Cruise strax frá heimild á kortinu í byrjun ferðar sem eru um það bil 24 þús. kr. ISK. Það er til þess að tryggja að innistæða sé á kortinu fyrir mögulegri þjónustu og vöru sem farþegar gætu viljað nýta sér um borð.
Það er hægt að kaupa þrjá mismunandi aðganga til þessa að komast á internetið. En hafa skal í huga að þó að keyptur sé dýrasti pakkinn er netsambandið á skipinu ekki fullkomið. Það er t.d ekki hægt að fara inn á kóðaðar heimasíður eins og heimabanka. Eins ræður netið ekki við myndskeið og er lengi að hlaða niður myndum. Það er ekki símasamband um borð á skipinu þegar skipið er á siglingu.
Klefarnir sem eru með svölum eru staðsettir á fjórða og fimmta þilfari og eru klefarnir 20- 22 fm. Innri klefarnir eru staðsettir á sjötta og sjöunda þilfari og eru 17 fm.
 
Kortalán/Netgíró
Kortalán Valitors og Netgíró gerir Gaman Ferðum kleift að bjóða korthöfum einfalda og örugga greiðsludreifingu við kaup á ferðum hjá okkur. Greiðsluskipting vegna ferðakaupa getur verið í 3 til 12 mánuði og eru vextir breytilegir. Hámarksheimildir miðast við úttektarheimild, skuldastöðu, aldur og viðskiptasögu korthafa. Hafðu samband í síma 560-2000 eða sendu póst á gaman@gaman.is ef þú hefur áhuga á því borga ferðina með kortaláni eða með Netgíró.
Instagram/Twitter
Það er um að gera að ef þú ert að setja inn myndir úr ferðinni á Instagram/Twitter að merkja myndirnar #gamanferdir
 
Farangursheimild
Innifalið í verði er ein 20 kg taska. Hver gestur má hafa með sér eina tösku í handfarangri, þó ekki stærri en 42x32x25 cm. Auk þess má hafa meðferðis fríhafnarpoka. Ekki er leyfilegt að hafa vökva í handfarangri. Hámarksþyngd handfarangurs er 10 kg.
 

Hvað er innifalið

  • Íslensk fararstjórn
  • Akstur til og frá flugvelli
  • Akstur til og frá skipi
  • Fullt fæði á Carnival Horizon
  • 3 nætur í Barcelona
  • 20 kg taska
  • Þjórfé og hafnargjöld

Carnival Horizon

Carnival Cruise er eitt besta skipafélagið sem siglir í Karíbahafi enda sérhæfir Carnival Cruise sig í skemmtisiglingum þar. Í flota Carnival Cruise eru 25 stórglæsileg skemmitferðaskip. Siglingarnar eru allt frá 3-15 dögum. Um borð hjá Carnival Cruise er eitthvað fyrir alla fjölskylduna, fjölbreytt afþreying og stanslaust fjör. Carnival Cruise leggur mikið upp úr því að allir í fjölskyldunni finni eitthvað við sitt hæfi. Stórkostleg vatnaveröld með vatnsrennibrautum, sundlaug, og sólbaðsaðstöðu. Mingolf, kvikmyndahús, leikhús, spilavíti, heilsulind, barna, unglingaklúbbar og ótal margt fleira er í boði um borði í Carnival Cruise. Veitingastaðirnir eru sjö talsins og átta barir og kaffihús. Um borð hjá Carnival eru þjónustan persónuleg og lífleg. Þeir sem silgt hafa með Carnival Cruise eru allir sammála að þá langar alla aftur. Carnival Horizon er nýjasta skip í flota Carnival Cruises og verður sjósett í apríl 2018. Þetta glæsilega skip er 133.800 tonn, 322 metrar að lengd, 15 þilför, rúmar 3974 farþega og áhafnameðlimir eru 1450 talsins.

Frá 402.900 kr. á mann

Miðjarðarhafið og Barcelona, sigling með Carnival Horizon

UPPSELT

20. -30. apríl – 10 nætur. 

Barcelona – Cagliari – Naples- Róm – Livorno – Marseilles - Barcelona
Gaman Ferðir bjóða upp á 10 daga ævintýraferð, sigling í Miðjarðarhafinu og Barcelona. Siglt verður í sjö nætur á glænýju skipi Carnival Cruise, Carnival Horizon sem verður sjósett í apríl 2018 og má því nánast segja að um jómfrúarferð sé að ræða. Flogið verður til Barcelona þar sem gist verður í tvær nætur fyrir siglingu og eina nótt eftir siglingu. 

Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

560 2000

Aðrir áhugaverðir kostir