Barut Lara er eitt allra vinsælasta hótelið á Lara svæðinu og er í fyrsta sæti á Trip Advisor yfir hótel í Antalya. Þetta vinsæla 5 stjörnu hótel hefur upp á mikið að bjóða fyrir alla aldurshópa. Hér er mikið lagt upp úr persónulegri og góðri þjónustu.

Á hótelinu eru 463 herbergi. Herbergin eru rúmgóð, Deluxe herbergin eru frá 40 -  50m2, Superior herbergin eru frá 26 - 30m2 og svíturnar eru um 50m2. Herbergin, sem eru öll loftkæld, eru vel útbúin með sloppum, inniskóm, sjónvarpi, síma, smábar, hárþurrku, te og kaffi setti, öryggishólfi svo eitthvað sé nefnt.

Í hótelgarðinum, sem er 110.000m2, eru 4 sundlaugar sem liggja fallega gegnum glæsilegan garðinn. Einnig eru vatnsrennibrautir og barnalaug, vatnaparadís og leiksvæði fyrir börnin. Í garðinum má finna svæði sem er aðeins fyrir fullorðna og sérstakt fjölskyldusvæði. Úr garðinum er gengið út á einkaströnd hótelsins þar sem hægt að er að liggja í sólbaði við fallegt Miðjarðarhafið.

Í aðalmatsal hótelsins er morgun-, hádegis- og kvöldverðarhlaðborð. Á Barut Lara eru 8 glæsilegar a la carte veitingastaðir, meðal annars, kínverskur, tyrkneskur, ítalskur, alþjóðlegur og sjávarréttastaður ásamt bakaríi og snakkbörum. Þónokkrir barir eru staðsettir víða um hótelið. Allt er þetta innifalið.

Börnum á aldrinum 4-12 ára býðst að taka þátt í barnaklúbbi hótelsins þar sem nóg er um að vera og dagskráin sniðin að þessum aldri Á hverju kvöldi er svo mini diskó fyrir yngstu gestina.

Skemmtidagskrá hótelsins er einstaklega skemmtileg og á degi jafnt sem kvöldi er nóg um að vera. Í sundlaugargarðinum er boðið upp á leiki og skemmtanir svo sem vatnaleikfimi, vatnapóló, pílukast, boccia, minigolf, borðtennis, yoga, pilates og margt fleira. Á hótelinu eru tennisvellir og körfuboltavöllur. Glæsilegar sýningar á kvöldin ásamt leikjum, karaokí, lifandi tónlist og fleira.

Á hótelinu er heilsulind þar sem hægt er að komast í tyrkneskt bað, gufubað og ýmsar nudd og líkamsmeðferðir gegn vægu gjaldi. Á hótelinu er einnig hárgreiðslustofa.

Barut Lara er í raun eins og lítið þorp og þar er allt til alls.

 

Samtals frá
234.900 kr.
Based on: , 1. jan. 2020

Keflavík

Antalya




Herbergi 1



Herbergi 2


Herbergi 3


Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Aðrir áhugaverðir kostir