Blaumar er mjög gott 4**** hótel frábærlega staðsett í miðbæ Salou við ströndina. Í garði hótelsins eru 2 sundlaugar, barnalaug með vatnsrennibraut og barnaleiksvæði. Barnaklúbbur er starfræktur yfir daginn og á kvöldinn er skemmtidagskrá fyrir börn og fullorðna.
 
Heilsulind með gufu og nuddpottum er á Blaumar ásamt líkamsræktaraðstöðu sem stendur gestum til boða að nýta sér að kostnaðarlausu.
 
Hlaðborðsveitingastaður Blaumar býður upp á ekta héraðsrétti sem unnir eru úr innlendu hráefni sem og spænska rétti og þemakvöld. Á staðnum er einnig vinsæll à la carte-veitingastaður, Arena.
 
Port Aventura-skemmtigarðurinn er í aðeins 5 mínútna akstursfjarlægð.
 
Herbergin á Blaumar eru öll með svefnherbergi, stofu/borðkrók og stórri verönd eða svölum. Í eldhúskróknum eru rafmagnshellur og ísskápur. Þráðlaust net er á sameiginlegum svæðum hótelsins án endurgjalds. Greitt er fyrir net á herbergjum.
 
Hægt er að greiða aukalega fyrir hálf fæði eða fullt fæði.
 
Sérstakur gistiskattur er á öllum hótelgistingum í Katalóníu og þarf hver farþegi að greiða 1 evrur pr. mann pr. nótt, þó ekki meira en fyrir sjö nætur og greiðist þetta beint til hótelsins.
 

Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Keflavík

Salou
Herbergi 1


Herbergi 2


Herbergi 3


Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Aðrir áhugaverðir kostir