Yfirlit

Bocuse d´0r 2018  9.-14. júní  í Turin á Ítalíu

Gaman Ferðir bjóða upp á sex daga ferð til Ítalíu á Bocuse d´Or matreiðslukeppnina. Þetta er Evrópu forkeppni og keppandi fyrir Íslands hönd er hann Bjarni Siguróli Jakobsson og þjálfari hans er Viktor Örn Andrésson.  Keppnin stendur yfir í tvo daga 11.-12. júní  og í lok seinni keppnisdags eru úrslit tilkynnt. Flogið verður með WOW air til Milano en Turin er staðsett í 140 km fjarlægð frá flugvellinum. Aksturinn tekur tæpar 2 klst.

Gist verður á glæsilegu fjögurra stjörnu hóteli í miðbæ Turin en keppnin fer fram í Lingotto Fiera arena, sem er staðsett í 5 km fjarlægð frá hótelinu.

Verð pr. mann er 171.900 kr. í tvíbýli

Innifalið í verði

Innifalið í verði er flug til og frá Milanó með WOW air. Gisting í fimm nætur á Turin Palace hótelinu með morgunverði, 20 kg taska,  handfarangur samkvæmt WOW air og akstur til og frá flugvelli.

Kortalán/Netgíró

Kortalán Valitors og Netgíró gerir Gaman Ferðum kleift að bjóða korthöfum einfalda og örugga greiðsludreifingu við kaup á ferðum hjá okkur. Greiðsluskipting vegna ferðakaupa getur verið í 3 til 12 mánuði og eru vextir breytilegir. Hámarksheimildir miðast við úttektarheimild, skuldastöðu, aldur og viðskiptasögu korthafa. Hafðu samband í síma 560-2000 eða sendu póst á gaman@gaman.is ef þú hefur áhuga á því borga ferðina með kortaláni eða með Netgíró.

Instagram/Twitter

Það er um að gera að ef þú ert að setja inn myndir úr ferðinni á Instagram/Twitter að merkja myndirnar #gamanferdir

Farangursheimild

Innifalið í verði er ein 20 kg taska. Hver gestur má hafa með sér eina tösku í handfarangri, þó ekki stærri en 42x32x25 cm. Auk þess má hafa meðferðis fríhafnarpoka. Ekki er leyfilegt að hafa vökva í handfarangri. Hámarksþyngd handfarangurs er 10 kg.

 

Turin Palace

Turin Palace Hotel 4****

Turin Palace er besta hótelið í Turin samkvæmt Tripadvisor. En þetta hótel er vel staðsett í miðbæ Turin.

Frá 171.900 kr. á mann

Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Aðrir áhugaverðir kostir