• Sérferðir
 • Fótbolti
 • Tónleikar
 • Skíði
 • Siglingar
 • Hreyfiferðir


  Herbergi 1  Herbergi 2  Herbergi 3  Gaman í Barcelona

  Barcelona stórborgina er alltaf jafn freistandi að heimsækja. Fegurð borgarinnar er í takt við gestrisni íbúanna. Þessi einstaka borg iðar af lífi hvort sem það er dagur eða nótt. Borgin er borg menningar, lista, matar og tísku. Spánverjar hafa átt frábæra listamenn og þekktustu listasöfn Barcelona eru helguð Pablo Picasso og Joan Míró. Fallegar og sérstæðar byggingar arkitektsins Gaudís príða borgina en þar ber hæst dómkirkjan fræga La Sagrada Familia. Barcelona er einn af helgidómum knattspyrnunnar, Camp Nou leikvangurinn er heimavöllur Barcelona FC. Fyrir fótboltaunnendur  er heimsókn á Camp Nou einstök upplifun. Það er yndislegt að sitja á kaffihúsi við Römbluna og gæða sér á tapas og sangríu, rölta um þröngar hliðargötur og kíkja í litlar búðir og bari. Í kringum Ólympíuhöfnina er fjörugt mannlíf með veitingahúsum og skemmtistöðum.
  Gaman Ferðir bjóða upp á mjög fjölbreytt úrval hótel gistinga í Barcelona og ætti því allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Barcelona er ein af vinsælustu borgum hjá farþegum Gaman Ferða.

  Núverandi leit:

  Einkunn

  Lengd ferðar (nætur)

  0
  50

  Verðbil

  0 kr.
  999.999 kr.

  Röðun

  View