• Sérferðir
  • Fótbolti
  • Tónleikar
  • Skíði
  • Siglingar
  • Hreyfiferðir

Heimsókn til Edinborgar er tilvalin allan ársins hring.

Edinborg er einstaklega glæsileg borg sem státar af sögufrægum byggingum, stórfenglegu landslagi og fjölskrúðugri menningu. 
Allt það helsta er í göngufæri við helsta kennileiti borgarinn sjálfan Edinborgarkastala. Það er alltaf gaman að rölta um gamla bæinn og þræða þröng strætin.
Edinborg er lifandi háskólabær, það er því líf og fjör í þessari litlu stórborg, fjölbreytt mannlíf og alltaf eitthvað um að vera. Það er gott að versla í Edinborg og á aðalverslunargötunni Princess Street er að finna allar helstu tískuvöruverslanirnar.
Það er aldrei langt í næsta pöbb á Rose Street í miðbænum eru t.a.m yfir 50 pöbbar og barir. Úrval veitingastaða er fjölbreytt í borginni og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. 

Núverandi leit:

Einkunn

Lengd ferðar (nætur)

0
50

Verðbil

0 kr.
999.999 kr.

Röðun

View