• Sérferðir
 • Fótbolti
 • Tónleikar
 • Skíði
 • Siglingar
 • Hreyfiferðir


  Herbergi 1  Herbergi 2  Herbergi 3  Gaman Ferðir eru með ferðir til fimmtu stærstu borgar Evrópu Frankfurt, í borginni er að finna gistingar við allra hæfi hvort sem leitast er eftir einföldu hóteli eða fimm stjörnu lúxus.

   
  Borgin er miðstöð alþjóðlegrar samgangna sökum miðlægðrar staðsetningar í Þýskalandi. Byggingalistin í Frankfurt er áhugaverð og borgarmyndin einstök, þar sem miðaldarbyggingar og nútímalegir skýjakljúfar mætast á vel heppnaðan hátt. Borgin er við bakka Mósel árinnar og mælum við eindregið með dagsferð um þetta rómaða vínhérað.
   
  Í borginni eru yfir 30 söfn og er hægt að mæla með heimsókn í Liegiehaus, Museum of Modern Art og Stadel sem er eitt af þekktustu söfnum Þýskalands.
   
  Sögulegi hluti Frankfurt er í Römerberg gamla bæjarhlutanum. Gaman er að skoða listilega endurnýjaðar byggingar og ráðhúsið. Hægt er að fara upp í hina frægu St. Bartholomew kirkju og virða fyrir sér stórkostlegt útsýnið.
   
  Þeir sem vilja kíkja í verslanir ættu að leggja leið sína til Zeil sem er aðalverslunargatan í Frankfurt og þar er að finna allar helstu búðirnar.
   
  Úrval sjarmerandi smáverslana er að finna á Berger Strasse lengstu verslunargötunni í Frankfurt. Matgæðingar ættu að kíkja á Fressgass og finna sér eitthvað gott að borða.