• Sérferðir
 • Fótbolti
 • Tónleikar
 • Skíði
 • Siglingar
 • Hreyfiferðir


  Herbergi 1  Herbergi 2  Herbergi 3  Gaman í London 

  London er höfuðborg Bretlands og jafnframt stærsta borg landsins og Evrópusambandsins en íbúar eru 7,5 milljónir. London á sér ríka og langa sögu og hefur borgin verið vinsæl meðal Íslendinga síðustu ár hvort sem ætlunin er að fara á fótboltaleik, versla, skemmta sér eða kynnast sögu og menningu Breta.
  Í borginni eru þúsundir pöbba og ef það er eitt sem maður getur alltaf treyst á er að það er pöbb handan við hornið. Mikið er um að vera í borginni og ættu allir því að finna sér eitthvað við sitt hæfi. Hvort sem það sé að kíkja á vaxmyndasafnið Madame Tussauds, sjá borgina úr London Eye, skoða hallir konungsfjölskyldunnar, íþróttaleikvanga, ferðast í tvöfalda strætó-inum, hringja úr rauðu símaklefunum eða skoða Big Ben.
  Það getur reynst erfitt að velja út fjölda verslana til þessa að versla sér í London en þá má helst nefna flaggskipin við Oxford Street, Regent Street og Portobello markaðinn í Notting Hill. Veitingahúsin eru jafn mörg og fjölbreytt og fólkið í borginni.
  Í London er hægt að fá æðislegan mat á Michellin stjörnu veitingastað allt í að setjast niður á kaffihúsi og fá sér tebolla og kex með lókalnum. Heldur betur er hægt að fara á menningarviðburði í borginni en til gamans má geta að það eru um 32.000 söngleikir sýndir á hverju ári. Gjaldmiðillinn er pund og hitastigið er um 20°C yfir hásumarið og um 6°C á daginn yfir háveturinn.
   

  Núverandi leit:

  Lengd ferðar (nætur)

  0
  50

  Verðbil

  0 kr.
  999.999 kr.

  Röðun

  View