• Sérferðir
 • Fótbolti
 • Tónleikar
 • Skíði
 • Siglingar
 • Hreyfiferðir


  Herbergi 1  Herbergi 2  Herbergi 3  Við komuna til Mílanó andarðu að þér sköpunarkrafti og hjarta tískunnar, óperunnar og hönnunar. Við hjá Gaman Ferðum fljúgum einmitt til Mílanó í beinu flugi með WOW air og bjóðum upp á fjölbreytta gistimöguleika fyrir okkar farþega.
  Borgin á sér mikla sögu sem sést hvað mest á Duomo kirkjunni í miðbæ Mílanó. Að hugsa sér að hver einasti steinn í kirkjunni hafi verið dreginn eftir Navigli ánni og byggð, áður en við fundum upp torfkofa, er svakalegt. Við Navigli ána er ótrúlega fallegt hverfi þar sem tilvalið er að skella sér á aperitivo og njóta þeirrar yndislegu ítölsku hefðar með heimamönnum.
  Snillingurinn Leonado Da Vinci setti sinn svip á Mílanó með verkinu síðasta kvöldmáltíðin í kirkjunni Santa Marie delle Grazie. Mekka óperunnar er í La Scala og að skella sér á óperu er upplifun sem enginn er svikinn af. Fjöldinn allur af úrvals veitinga- og skemmtistöðum eru í borginni og iðar mannlífið langt fram á nótt á hverjum einasta degi. Í Mílanó finna allir sér eitthvað fatakyns við hæfi og afskaplega auðvelt er að fylla ferðatöskurnar af fallegri ítalskri hönnun.
  Borgin hefur að geyma ýmsa fallega garða þar sem njóta má lífsins. Einnig er stutt er í aðrar ítalskar perlur frá Mílanó eins og Gardavatnið, Como vatnið, Cinque Terre og að sjálfsögðu hið þekkta vínhérað Toscana. Hvað annað er hægt að biðja um í einni ferð? Borg sem hefur eitthvað að geyma fyrir alla.
   

  Núverandi leit:

  Lengd ferðar (nætur)

  0
  50

  Verðbil

  0 kr.
  999.999 kr.

  Röðun

  View