• Sérferðir
 • Fótbolti
 • Tónleikar
 • Skíði
 • Siglingar
 • Hreyfiferðir


  Herbergi 1  Herbergi 2  Herbergi 3  París borg elskenda

  París er borg sem hefur verið sungið um, kvikmynduð, máluð, dönsuð, skrifað um, málað enn meira og síðast en ekki síst ..elskað! Við elskum París og flest okkar dreymir um að verja nokkrum dögum í borginni, læra frönsku, borða baquette, drekka franskt vín, sitja úti á kaffihúsum, skoða allar fallegu byggingarnar og baða okkur í heitustu tískustraumunum.
   
  París er borgin sem maður upplifir alltaf eitthvað nýtt í enda margt hægt að skoða og upplifa. Gaman Ferðir eru með ferðir til þessar yndislegu borgar, úrval hótela er í boði fyrir farþega okkar.
   
  Margar af þekktustu minnisvörðum heims er að finna í París. Þar má helst nefna Eiffel turninn, Sigurbogann, Notre Dame kirkjuna, Louvre safnið, Moulan Rouge, Sacre Coeur, Versali, Palais Royal og að ógleymdri ánni Signu.
   
  Æðislegt er að rölta um Champs Elysées á daginn, skoða mannlífið og verslanirnar. Margar litlar hliðargötur liggja út frá þessari merku götu og á kvöldin er þar að finna iðandi næturlíf. Listin er allsráðandi í borginni og má aðallega sjá þess merki í listamannahverfinu Montmarte. Úrval veitingahúsa er að finna í borginni og ætti enginn að láta franska matargerð fram hjá sér fara.
   
  Helstu hverfin sem við mælum með fyrir farþega okkar að heimsækja er Latínuhverfið, Mýrin, Montmarte og Belleville. 

  Núverandi leit:

  Lengd ferðar (nætur)

  0
  50

  Verðbil

  0 kr.
  999.999 kr.

  Röðun

  View