Apartmentos California er góð 2** íbúðagisting. Á móti íbúðagistingunni er matvöruverslun. Lítill garður með sundlaug, barnalaug og sólbaðaðstöðu er við hótelið. Gestir íbúðahótelsins geta notað aðstöðuna á California Garden sem er hinum megin við götuna. Nokkra mínútna gangur er að strönd frá hótelinu.
 
Gestamóttaka og veitingastaður hótelsins var endurnýjað í maí 2016 í nýtískulegum stíl og er mjög huggulegt. Íbúðirnar eru einfaldar en snyrtilegar og henta fjölskyldum mjög vel. Ísskápur og helluborð er á herbergjunum, en kaffivél er hægt að óska sérstaklega eftir í afgreiðslu hótelsins. Glænýr hlaðborðsveitingastaður er á hótelinu og hægt er að fá morgunverð, hálft fæði eða fullt fæði.
 
Ekki er skemmtidagskrá á hótelinu en gestir Apartamentos California geta farið á California Garden og fylgst með skemmtidagskránni þar og notið.
 
Greitt er aukalega fyrir internet aðgang á Apartamentos California. Fyrir utan hótelið er hjólaleiga. 
 
Sérstakur gistiskattur er á öllum hótelgistingum í Katalóníu og þarf hver farþegi að greiða 1 evrur pr. mann pr. nótt, þó ekki meira en fyrir sjö nætur og greiðist þetta beint til hótelsins.

Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Keflavík

Salou
Herbergi 1


Herbergi 2


Herbergi 3


Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Aðrir áhugaverðir kostir