Hótel California Garden er gott 3*** hótel í Salou. Herbergin eru í tveim byggingum. Um 10 mín göngufjarlægð er frá Californa Carden að ströndinni og Port Aventura. Supermarkaður er fyrir fram hótelið.
Góður garður er við hótelið með tveim sundlaugum þar af önnur barnalaug og góðri aðstöðu til sólbaða. Snakk bar er í garði hótelsins.
 
Heilsurækt er á hótelinu og lítið leiksvæði fyrir börnin ásamt mini golfvelli.
Mini diskó og skemmtidagskrá er á daginn og á kvöldin. Hlaðborðsveitingastaður er á hótelinu ásamt bar. Herbergin eru einföld en búin öllum helstu þægindum með
loftkælingu, sjónvarpi, svölu og öryggishólfi gegn gjaldi. ráðlaust internet er á hótelinu gegn gjaldi.
 
Californa Garden er góður kostur fyrir fjölskyldufólk.
 
Sérstakur gistiskattur er á öllum hótelgistingum í Katalóníu og þarf hver farþegi að greiða 1 evrur pr. mann pr. nótt, þó ekki meira en fyrir sjö nætur og greiðist þetta beint til hótelsins.

Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Keflavík

Salou
Herbergi 1


Herbergi 2


Herbergi 3


Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Aðrir áhugaverðir kostir