Hotel California Palace er 4**** hótel. Um 15 mín göngufjarlægð er að ströndinni í Salou. Hótelið er staðsett í rólegu hverfi.
 
Góður garður með aðstöðu til sólbaða er við hótelið. Sundlaug með barnalaug er í garðinum ásamt leiktækjum fyrir börn. Herbergin eru búin helstu þægindum með svölum, loftkælingu, sjónvarpi og minibar (gegn gjaldi). Hægt er að leigja öryggishólf og barnarúm.
 
Líkamsrækt og spa er á hótelinu þar sem hægt er að fara í gufubað og heitan pott. Greiða þarf fyrir aðgang að líkamsræktinni og spa svæðinu.
 
Veitingastaður og bar er á hótelinu og er boðið uppá fjölbreytt hlaðborð á veitingastaðnum. Skemmtidagskrá er fyrir unga sem aldna á daginn og kvöldin.
 
Frítt Wif-fi er á opnum svæðum.
 
Sérstakur gistiskattur er á öllum hótelgistingum í Katalóníu og þarf hver farþegi að greiða 1 evrur pr. mann pr. nótt, þó ekki meira en fyrir sjö nætur og greiðist þetta beint til hótelsins.

Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Keflavík

Salou
Herbergi 1


Herbergi 2


Herbergi 3


Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Aðrir áhugaverðir kostir