Hotel Cleopatra Palace 4 stjörnu hótel alveg við ströndina Playa del Camisón sem er einstaklega góð staðsetning á Playa de las Americas.
 
Hótelinu tilheyra 3 byggingar með hótelherbergjum og er hótelgarðurinn í miðjunni. Garðurinn er einkar glæsilegur þar sem rómverskar styttur og bogadregnir rammar umlykja sundlaugina.
 
Á aðalveitingastað hótelsins er boðið upp á morgun-, hádegis- og kvöldverðarhlaðborð. Einnig eru barir og aðrir veitingastaðir á hótelinu og Hard Rock Café staðsett við hótelið.
 
Á hótelinu er snyrtistofa og heilsulind þar sem er dásamlegt að slaka á og hlaða batteríin. Einnig er vel búin líkamsræktarstöð þar sem hægt er að nota tækin eða fara í tíma eins og spinning, pilates og fleira. 
 
Barnaklúbburinn "Club Mare Kids" er í boði fyrir börn á meðan dvöl stendur.  Leiksvæðið í barnaklúbbnum er alveg frábært, með flottu boltalandi og skemmtilegum leiktækjum svo eitthvað sé nefnt. 
 
Frábær nýjung hjá Gaman Ferðum í hjarta bæjarins.

Bókaðu núna til að tryggja besta verðið


Tenerife
Herbergi 1Herbergi 2


Herbergi 3


Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Aðrir áhugaverðir kostir