Coco Key er gott 4 stjörnu fjölskylduhótel sem er hvað þekktast fyrir glæsilegan vatnagarð og góða staðsetningu, en stutt er að sækja í aðra skemmtigarða við Orlando og verslunarmiðstöðvar.

Í Coco Key hótelgarðinum er ýmis skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Þar má helst nefna 14 vatnsrennibrautar fyrir alla aldurshópa, yfirbyggð útisundlaug með leiktækjum og rennibrautum og 3 upphitaðar sundlaugar. Stór leiktækjasalur er fyrir yngri kynslóðina með keilubrautum, körfubolta og þythokkíleikjum svo eitthvað sé nefnt. Líkamsræktarstöð er á Coco Key og barnaklúbbur fyrir yngri kynslóðina.

Hótelherbergin eru rúmgóð og snyrtileg með ísskáp, kaffivél, flatskjá, loftræstingu, hárþurrku, straujárni, strauborði og fríu þráðlausu interneti.

Í næsta nágrenni við Coco Key resort er 12 mínútna akstur í Sea World, 9 mínútna akstur í The Wizarding World of Harry Potter, 7 mínútna akstur er í Premium Outlets verslunarmiðstöðina og um 12 mínútna akstur er í Moll at Millenia. Einnig er fjöldinn allur af flottum golfvöllum í kring.

Resortfee sem greiðist beint til hótels í Orlando 20-25 usd pr. herbergi pr. nótt.

Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Keflavík

Orlando
Herbergi 1Herbergi 2


Herbergi 3


Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Aðrir áhugaverðir kostir