Hotel Colon Guanahani er mjög gott 4**** hótel, staðsett á Playa de Fañabe, í hjarta verslunarmiðstöðva, veitingahúsa og útivistarsvæða og aðeins 150 metra frá  ströndinni. Þetta litla hótel hefur einstakt og afslappandi andrúmsloft og er eingöngu fyrir fullorðna.
 
Hótelið býður upp á snyrtimeðferðir og nudd, líkamsræktaraðstöðu, borðtennis- og billjardborð og fyrir þá sem vilja slaka á, 2 sólstofur með sundlaug og heitum potti. Í boði (gegn litlu gjaldi) er að nota tennisvöll Hotel Jardines de Nivaria sem er glæsilegt 5***** hótel í 50 metra fjarlægð.
 
Á hótelinu er einnig afþreyingarsvæði, fallegur sundlaugargarður með 2 sundlaugum, 2 veitingastaðir og 2 barir með lifandi tónlist og skemmtidagskrá á kvöldin. Þetta hótel er upplagt fyrir golf unnendur enda staðsett nálægt góðum golfvöllum og munu starfsmenn hótelsins bóka tíma á teigum fyrir gesti þeim að kostnaðarlausu.
 
Öll herbergin eru fallega innréttuð með loftkælingu, flatskjá, fullbúnu baðherbergi með hárþurrku, síma, minibar, öryggishólfi (gegn gjaldi) og húsgögnum á verönd.
Val er um morgunverð, hálft fæði eða fullt fæði.
Þráðlaust net er á sameiginlegum svæðum hótelsins.

Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Keflavík

Tenerife
Herbergi 1


Herbergi 2


Herbergi 3


Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Aðrir áhugaverðir kostir