Á Comfort Suites Maingate East er vel staðsett 3 stjörnu hótel. Í garðinum er sundlaug, heitur pottur, sólbekkir, setuaðstaða og sundlaugabar. Auk sundlaugabarsins er morgunverðahlaðborð og bar á hótelinu. Þar má einnig finna líkamsrækt og litla sérverslun með helstu nauðsynjavörum sem þarf í fríið.

Íbúðirnar eru rúmgóðar og snyrtilegar með eldhúskrók, setustofu, flatskjá og loftræstingu.

Í næsta nágrenni við Comfort Suites Maingate East er bærinn Celebration með mörgum verslunum og veitingastöðum. Um 20 mínútna akstur er í Universal Studios, 15 mínútur í Disney, 16 mínútur í Sea World, um 15 mínútur í Premium Outlets og um 25 mínútur í Moll at Millenia. Fyrir golfþyrsta Íslendinga þá er ekki langt í golfvelli eins og Reunion Resort en þar eru um 15 mínútur.

Resortfee sem greiðist beint til hótels í Orlando 20-25 usd pr. herbergi pr. nótt.


Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Keflavík

Orlando
Herbergi 1Herbergi 2


Herbergi 3


Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Aðrir áhugaverðir kostir