Coral Compostela Beach Golf er góð 3 *** íbúðagisting sem öll var endurnýjuð 2017. Hótelið er staðsett við golfvölinn á Amerísku ströndinni, beint á móti Parque Santiago 6 verslunarmiðstöðina og 600 metrum frá Las Vistas ströndinni.
 
Þetta er frábær kostur fyrir fjölskyldur og aðstaðan á hótelinu mjög góð. Í garðinum er stór sundlaug, barnalaug, leiktæki fyrir börnin og fín aðstaða til sólbaða. Það er barnaklúbbur á hótelinu og skemmtidagskrá á kvöldin fyrir alla í fjölskyldunni.Bar og veitingarstaður er einni á hótelinu og geta gestir greitt aukalega fyrir morgunverð, hálft fæði eða allt innifalið. Lítill súpermarkaður er á hótelinu og þvottaaðstaða.
 
Gaman Ferðir eru með íbúðir með einu og tveimur svefnherbergjum. Íbúðirnar hafa alla verður endurnýjaðar og eru þær innréttaðar á nýtískulegan hátt í björtum og fallegum litum. Íbúðirnar með einu svefnherbergi eru 60 fm. og íbúðirnar með tveimur svefnherbergjum eru 80 fm. allar útbúnar helstu þægindum, fullbúnu eldhúsi, stofu, baðherbergi og svölum eða verönd. Þráðlaust net er á íbúðunum og á sameiginlegum svæðum hótelsins. 

Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Reykjavik Keflavik International (KEF)

Tenerife
Herbergi 1Herbergi 2


Herbergi 3


Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Aðrir áhugaverðir kostir