Coral Los Alisios er nýuppgert 4**** íbúðahótel staðsett í hlíðum Los Cristianos.  
 
Íbúðirnar hafa allar verið endurnýjaðar og eru þær bjartar og fallegar í nýtískulegum stíl. Svalir eða verönd er á öllum íbúðum, ásamt fullbúnu eldhúsi, stofu, svefnherbergi og baðherbergi. Mest er hægt að vera 3 fullorðnir saman í herbergi eða tveir fullorðnir og tvö börn.
 
 
 
Hótelið er með góðan sundlaugagarð og er sundlaugin upphituð yfir vetrartímann. Veitingastaður og bar er á Los Alisios. Tennisvöllur, blakvöllur og lítill supermarkaður er á hótelinu. 
 
Los Alisos er staðsett í hlíðum Los Cristianos og tekur sikra 15 mínútur að ganga niður í miðbæ Los Cristianos og ströndina þar en hótelið býður upp á ferðir þangað tvisvar sinnum yfir daginn.
 
 
 
Þráðlaust net er á hótelinu gegn gjaldi. Hægt er að fá morgunverð, hálft fæði eða allt innifalið gegn aukagjaldi. 

Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Keflavík

Tenerife
Herbergi 1


Herbergi 2


Herbergi 3


Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Aðrir áhugaverðir kostir