Coral Ocean view er nýlegt 4**** hótel í Coral keðjunni staðsett á Playa de Las Americas. Þetta hótel er aðeins fyrir fullorðna eða „adults only“. 
 
Coral Ocean View er staðsett í næsta nágrenni við Troya ströndina. Hótelið telur níu hæðir og eru 136 svítur á Ocen View.
Í garði hótelsins er sundlaug, sólbekkir með sólhlífum, snakkbar og hvíldaraðstaða fyrir gesti hótelsins. Á þaki hótelsins er nuddpottur og sólbaðsaðstöðu ásamt glæsilegu útsýni yfir ströndina.
Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður, sundlaugabar og bar í gestamóttökunni. Á Ocean View er glæsileg heilsulind með nuddpottum og hægt að bóka sig í hinar ýmsu meðferðir. Einnig er mjög fín líkamsræktaraðstaða og opnir tímar í boði fyrir gesti hótelsins að kostnaðarlausu. 
 
Á Ocean View eru junoiur svítur og hægt að velja á milli standard, sundlaugasýn eða sjárvarútsýni. Svíturnar eru nýtískulegar sirka 38 fm. útbúnar helstu þægindum. Fullbúið eldhús, með örbylgjuofni, ísskáp, eldavél, kaffivél og teketil. Flatskjár, loftkæling og þráðlaust net án endurgjalds. Hægt er að leigja öryggishólf. 
Val er um morgunverð, hálft fæði eða allt innifalið.
 

Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Keflavík

Tenerife
Herbergi 1Herbergi 2


Herbergi 3


Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Aðrir áhugaverðir kostir