Coral Suites & Spa er mjög gott 4**** hótel sem nýlega hefur allt verið endurnýjað. Þetta hótel er aðeins fyrir fullorðna eða „adults only“.  
Coral Suites er staðsett á Playa de Las Americas svæðinu við Troya og Las Vistas ströndina en á því svæði eru fjöldinn allur af veitingastöðum, og verslunum. 
Hótelið telur 6 hæðir og er með 191 herbergi.
Í garði hótelsins er stór sundlaug, sólbekkir með sólhlífum og  snakkbar með setuaðstöðu. Á þaki hótelsins er einnig sólbaðsaðstaða og stórkostlegt útsyni yfir Playa de Las Americas svæðið. Einnig er þar hlaðborðsveitingastaður og bar í gestamóttöku.  
Á heilsulind hótelsins er hægt að panta sér tíma í nudd eða annarskonar dekur. Líkamsræktaraðstaða er einnig á Coral Suites þar sem gestir hótelsins geta mætt í tíma eða notað tækin sér að kostnaðarlausu. 
 

Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Keflavík

Tenerife
Herbergi 1Herbergi 2


Herbergi 3


Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Aðrir áhugaverðir kostir