Apartments Cye Holiday Center er mjög góð 3*** íbúðagisting í Salou staðsett 150 metrum frá ströndinni. Í garði hótelsins er sundlaug, lítil barnalaug, sólbekkir, snakkbar og leiksvæði fyrir börnin.
 
Á Cye Holiday er barnaklúbbur yfir daginn og á kvöldin er skemmtidagskrá fyrir börn og fullorðna.
Hlaðborðsveitingastaður, A la Carte veitingastaður og bar er á Cye Holiday.
 
Íbúðirnar eru með einu svefnherbergi og rúma að hámarki 4 fullorðna og 1 barn. Íbúðirnar eru ágætlega stórar og útbúnar öllum helstu þægindum. Fullbúið eldhús, stofa, baðherbergi, svefnherbergi, loftkæling og svalir. Öryggishólf fæst leigt gegn gjaldi. Þráðlaust internet er á sameiginlegum svæðum hótelsins án endurgjalds.
 
ATH við komu þarf að greiða 60 evrur í tryggingargjald sem er síðan endurgreitt við brottför ef íbúðinni er skilað í sama ásigkomulagi og þegar tekið var við henni. Á heimferðadegi þarf að skila íbúðum kl 10:00.
 
Hægt er að kaupa hálft fæði eða fullt fæði gegn auka gjaldi. 
Sérstakur gistiskattur er á öllum hótelgistingum í Katalóníu og þarf hver farþegi að greiða 1 evrur pr. mann pr. nótt, þó ekki meira en fyrir 7 nætur og greiðist þetta beint til hótelsins.
Íbúðirnar rúma mest 4 fullorðna og 1 barn.
 

Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Keflavík

Salou
Herbergi 1


Herbergi 2


Herbergi 3


Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Aðrir áhugaverðir kostir