Yfirlit

Fararstjórar: Anna Claessen, Friðrik Agni Árnason og Sigrún Kjartansdóttir. Þau eru öll með margra ára reynslu sem Zumbakennarar, samkvæmisdansarar og einnig Jallabina Workout kennarar sem er arabískt dansfitness. Þau hafa búið og starfað víðsvegar um heiminn og tekið þátt í fjölda stórviðburða.
 
Verð
 
Ferðin kostar 142.900 kr. á mann miðað við tvo saman í herbergi. Innifalið er flug með WOW air, ein 20 kg innrituð taska á mann, gisting í Cambrils Park með hálfu fæði í sjö nætur, rúta milli flugvallar og hótels og fararstjórn. Einnig verður farið í menningarerð til Barcelona og dagsferð til Sitges.
 
Aukagjald vegna einbýlis er 30.000 kr
 
Hótel
 
Gist er á frábæru hóteli sem heitir Cambrils Park Resort og er staðsett í Cambrils sem er í rúmlega klukkutíma akstri frá Barcelona. Þetta er afskaplega skemmtilegt hótel staðsett stutt frá strönd en hefur þó sinn eigin sundlaugagarð, gerviströnd og margt fleira. Íbúðirnar sem gist er í eru veglegar, og þægilegar og mjög flott æfingaaðstaða er á hótelinu ásamt góðu Spa.
 
Flugferðin
 
 
Flogið er með WOW air til og frá Barcelona
 
Brottför frá Keflavík mánudaginn 23. apríl kl 14:40 -21:10 
Bröttför frá Barcelona mánudaginn 30. apríl kl 22:00 -00:40
 
 
Dæmi um dagskrá:
 
Morgunleikfimi og morgunhugvekja með núvitundarhugleiðslu og slökun 
Morgunmatur 
Dansæfing 
Frjáls tími og hádegismatur.
Sólbað, ganga á ströndinni eða nágrenninu,
SPA-ið heimsótt, hvíld og afslöppun í garðinum eða ströndinni.   
Dansæfing  
Kvöldmatur   
Þátttaka í allri dagskrá er valfrjáls.
 
Innifalið eru tvær dagsferðir með rútu til Barcelona og Sitges. Barcelona iðar af menningar- og mannlífi og þar er hægt að ráfa um borgina á eigin vegum, hoppa upp í Sightseeing bus, versla og anda að sér borgarlífinu. Sitges er svo lítill strandbær með frábærri strönd, litlum og sætum veitingastöðum og líflegum börum. Þar verður hægt að panta sér drykk og njóta sólsetursins við hafið.
 
Umsögn þátttakanda í ferðinni í september 2017
 
Þessi ferð fer í flokkinn BESTU FERÐIR LÍFS MÍNS"  Helena Helgadóttir
“Hreint út sagt frábær ferð frá upphafi til enda! Íbúðin og öll aðstaðan til fyrirmyndar. Hver dagur var ævintýri.”
 
“Þessi ferð var frábær í alla staði, góð dagskrá og allir svo glaðir og ánægðir. Fararstjórnendur stóðu sig frábærlega og héldu vel utan um hópinn. Hlakka til að koma með í næstu ferð.” Ingi Hrafn Pálsson
 
“Ég var mjög ánægð með þessa ferð. Ótrúlega vel tekið á móti okkur við komu ! Staðurinn miklu flottari en maður leyfði sér einu sinni að vona og íbúðirnar æðislegar. Vel skipulagt og þið þrjú best. Hugsuðuð ótrúlega vel um allt og alla. Færi með ykkur aftur anytime . " Rósa Vilborg Jóhannesdóttir
 
 
 
Farangursheimild
 
Innifalið í verði er ein 20 kg taska. Hver gestur má hafa með sér eina tösku í handfarangri, þó ekki stærri en 42x32x25 cm. Auk þess má hafa meðferðis fríhafnarpoka. Ekki er leyfilegt að hafa vökva í handfarangri. Hámarksþyngd handfarangurs er 10 kg.
 
 
Kortalán/Netgíró
 
Kortalán Valitors gerir Gaman Ferðum kleift að bjóða korthöfum einfalda og örugga greiðsludreifingu við kaup á ferðum hjá okkur. Greiðsluskipting vegna ferðakaupa getur verið í 3 til 12 mánuði og eru vextir breytilegir. Hámarksheimildir miðast við úttektarheimild, skuldastöðu, aldur og viðskiptasögu korthafa. Hafðu samband í síma 560-2000 eða sendu póst á gaman@gaman.is ef þú hefur áhuga á því borga ferðina með kortaláni eða með Netgíró.
 
Instagram/Twitter
 
Það er um að gera að ef þú ert að setja inn myndir úr ferðinni á Instagram/Twitter að merkja myndirnar #gamanferdir
 
Lámarksþáttaka í ferðina er 15 manns náist sú þáttaka ekki áskilur ferðaskrifstofan sér rétt til að fella niður ferðina.
 

Hvað er innifalið

 • Flug
 • Gisting
 • Fararstjóri
 • 20 kg taska
 • Hálft fæði
 • Menningarferð til Barcelona
 • Akstur til og frá flugvelli
 • Skipulagðar æfingar
 • Aðgangur að líkamsrækt
 • 1 x Spa tími
 • Aðgangur að nuddstofu
 • Dagsferð til Sitges

Cambrils Park

Cambrils Park er algjör paradís fyrir íþróttafólk og þá sem vilja geta notið hreyfingar úti við í sólinni. Stór garður með fjórum sundlaugum og góðri sólbaðsaðstöðu er við hótelið ásamt lítilli strönd sem er í garði hótelsins. Íbúðirnar eru fallega innréttaðar í ljósum lit og búnar öllum helstu þægindum, verönd eða svalir eru á öllum í búðum. Íbúðirnar eru með sjónvarpi, ísskáp og loftkælingu.Góð þjónusta er á Cambrils Park, hjólaleiga er á staðnum og er tilvalið að fara í hjólaferð til Salou. Líkamsræktar aðstaða og SPA er á hótelinu, ásamt körfubolta og tennisvelli, einnig er hægt að fara í borðtennis og minigolf. Lítil matvöruverslun ásamt sérverslunum er á hótelinu, bar og hlaðborðs veitingastaður. Um 10 mínútur tekur að ganga í miðbæ Cambrils.
Frá 142.900 kr. á mann

Taktu sumarið snemma, fljúgðu á vit ævintýranna og eignastu nýja vini. Dansaðu á hverjum degi, lærðu eitthvað nýtt, taktu vel á því og nærðu líkama og sál í skemmtilegum félagsskap. Frábær ferð sem hentar öllum, konum og körlum á öllum aldri, vinum og vinkonum, hópum og klúbbum eða bara ÞÉR! "

Dansferð  með Önnu og Frikka hjá DANS og KÚLTÚR.

Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Aðrir áhugaverðir kostir