Yfirlit

UPPSELT - ný ferð 4.-11. febrúar komin í sölu! sjá hér!

Gaman Ferðir bjóða upp á sjö nátta sannkallaða lúxus og dekurferð fyrir konur þar sem þú setur sjálfa þig í fyrsta sæti. Dvalið verður á 4**** SPA og lúxushóteli sem er staðsett í heilsulindarbænum Druskinikai sem er í 125 km fjarlægð frá Vilnius. Þessa vika verður yndisleg og þú nýtur alls hins besta sem hótelið býður uppá í dekri, nuddi, slökun, hreyfingu og góðum mat. Bjargey Ingólfsdóttir er fararstjóri ferðarinnar en hún mun leiða hópinn og halda námskeiðið, Besta útgáfan af sjálfri þér sem er skemmtilegt og uppbyggjandi sjálfstyrkingarnámskeið fyrir allar konur sem vilja láta drauma sína rætast og upplifa sanna hamingju í sínu lífi. 

 
Fararstjóri og námskeiðshaldari
 
 
Fararstjóri er Bjargey Ingólfsdóttir meðferðaraðili og áhugamanneskja um heilbrigðan lífsstíl. Bjargey er menntuð með B.A. próf í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands og er höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferðaraðili frá Upledger Institude á Íslandi.
Bjargey heldur úti heimasíðunni Bjargey & Co. þar sem hún deilir með lesendum sínum hugleiðingum um heilsu og lífsstíl ásamt áhugamálum sínum, ferðalögum, matargerð, heimili og hönnun.Fyrir nokkrum árum eftir langvarandi veikindi ákvað Bjargey að breyta algjörlega um lífsstíl og setti sér það markmið að verða besta útgáfan af sjálfri sér. Með jákvæðni, ást og gleði hefur Bjargey öðlast nýtt og betra líf og deilir nú reynslu sinni með öðrum. 
 
Besta útgáfan af sjálfri þér
Bjargey er höfundur og leiðbeinandi námskeiðsins Besta útgáfan af sjálfri þér sem er skemmtilegt og uppbyggjandi sjálfstyrkingarnámskeið fyrir allar konur sem vilja láta drauma sína rætast og njóta alls þess besta sem lífið hefur upp á að bjóða. Markmið námskeiðsins er að konur upplifi sátt við sjálfa sig og elski sjálfa sig skilyrðislaust en það segir Bjargey vera lykillinn að árangri í öllum þeim markmiðum sem við setjum okkur í lífinu, hvort sem þau tengist heilsu og lífstíl, starfsframa eða í samböndum. Námskeiðið er innifalið í ferðinni ásamt vandaðri vinnubók eftir Bjargeyju sem gagnast á námskeiðinu sjálfu og í persónulegri markmiðasetningu. Námskeiðið er haldið á hótelinu sjálfu og er í þrjú skipti í tvær klukkustundir í senn. 
 
SPA bærinn Druskinikai í Litháen
Bærinn Druskinikai í Litháen hefur fengið viðurnefnið „SPA Reort Druskinikai“ eða heilsulindarbærinn. Það er vegna þess að hann býður upp á fjölbreytta þjónustu er við kemur að ræktun sál og líkama í fallegri náttúru sem hægt er að njóta allt árið um kring. Druskininkai er besti staðurinn fyrir þá sem vilja bæta heilsu sína, anda að sér hreinu lofti, slaka á og hlaða batteríin. 
 

Hvað er innifalið

 • Verð pr. mann er 189.900 kr. 

Aukagjald fyrir einbýli er 25.000 kr. (takmarkaður herbergja fjöldi) 
 
Innifalið í verði er 
Flug með Wizz air, 20 kg taska
Akstur til og frá flugvelli
Gisting í sjö nætur á Spa Vilnius með fullu fæði. (morgun, hádegis og kvöldverður)
Besta útgáfan af sjálfri þér, námskeið með Bjargeyju 3 x 2 klst. 
Vinnubók og persónuleg markmiðasetning
30 € inneign  fyrir meðferðum á snyrtistofu  eða heilsulind hótelsins. 
1 x 30 mín baknudd (ESPA back)
1 x 30 mín fótanudd (ESPA Balinese)
1 x 75 mín slökunarnudd (Anti – Stress massage) 
1 x vatnsnudd (underwater massage)
1 x yoga tími eða gönguferð 
1 x listasmiðja (art therapy)
3 x vatnsbað (mineral baths)
3 x slökun og tónlist (amber music aromaherapies)
2 x einkaþjálfun 
Ótakmarkaður aðgangur að sundlaug, gufu og líkamsræktarsal 
 

Spa Vilnius Druskininkai

K. Dineikos g. 1, Druskininkai 66165, Litháen, Druskininkai
Spa Vilnius er mjög gott 4**** hótel sem býður upp á fjölbreyttar meðferðir, hollan og ferskan mat, notalegt andrúmsloft og góða aðstöðu til yoga og líkamsræktar. Fyrir utan glæsilega heilslind hótelsins er þar einnig, veitingastaður, kaffihús og bar. Í boði eru tvíbýli og einbýli. Tvíbýlin eru 15 fm. og með tveimur 90 cm rúmum. Einbýli er 11 fm. að stærð og með einu 120 cm rúmi. Öll herbergi eru með svalir, sjónvarpi, síma, hárblásara, loftkælingu, sloppa, inniskó og þráðlausu neti. 
Frá 189.900 kr. á mann

Uppselt
Lúxus SPA ferð til Litháen
1.- 8. október 2018 
Fararstjóri og námskeiðshaldari: Bjargey Ingólfsdóttir 
 

Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Aðrir áhugaverðir kostir