Hotel Delmar er 4**** hótel og er aðeins fyrir fullorðna, 20 ára og eldri, og því tilvalið fyrir pör eða vinahópa. Hótelið er glænýtt og glæsilegt. Það er staðsett í miðbæ Lloret de Mar, aðeins 50 metrum frá ströndinni og eru veitingastaðir, barir og verslanir í stuttu göngufæri við hótelið.
 
Í hótelgarðinum er sundlaug, sólbekkir, sólhlífar og sundlaugabar sem býður upp á létta rétti alla daga. Æðislegur þakgarður er á hótelinu með flottu útsýni yfir Lloret de Mar. Á efstu hæð hótelsins er skemmtistaður fyrir gesti hótelsins með setusvæði utandyra. Líkamsrækt er á hótelinu og eru pilates og jóga tímar kenndir á staðnum. Hotel Delmar býður einnig upp á geymslu fyrir golfsett og reiðhjól gestum sínum að kostnaðarlausu (þarf að láta vita fyrirfam).
 
Veitingastaður er á hótelinu þar sem boðið er upp á alþjóðlegan mat. Þar er hægt að fá morgunverð, hádegisverð og kvöldverð. Staðurinn er opinn daglega.
 
Herbergin eru með loftkælingu, 42“ flatskjá með gervihnattarásir, ísskáp, katli/kaffivél, síma, öryggishólf (leiga), sérbaðherbergi með sturtu og hárþurrku. Sérsvalir með húsgögnum. Frítt þráðlaust internet á er öllu hótelinu. Herbergin eru þrifin daglega.
 
Á Hotel Delmar er bókasafn og setustofa. Sjónvörp eru á sameiginlegum svæðum. Fundarherbergi er á hótelinu og tölvuaðstaða.
 
Sérstakur gistiskattur er á öllum hótelgistingum í Katalóníu og þarf hver farþegi að greiða 1 evrur pr. mann pr. nótt, þó ekki meira en fyrir sjö nætur og greiðist þetta beint til hótelsins.
 

Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Keflavík

Lloret de Mar
Herbergi 1Herbergi 2


Herbergi 3


Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Aðrir áhugaverðir kostir