Dolce Sitges er glæsilegt 5 stjörnu hótel með útsýni yfir Terramar golfvöllinn og miðjarðarhafið. 
Í garðinum eru fjórar sundlaugar og þar af ein barnasundlaug, sólbekkir, sólhlífar, hengirúm, setuaðstaða og sundlaugabar. Heilsulind er einnig á hótelinu en þar má finna innisundlaug, heitan pott, gufu, eimbað og ísgosbrunn. Í heilsulindinni er boðið upp á snyrti- og nuddmeðferðir gegn aukagjaldi. Líkamsrækt er á hótelinu og hægt er að óska eftir einkaþjálfara gegn gjaldi.
 
Herbergin eru nútímaleg og loftkæld með fríu þráðlausu interneti, flatskjásjónvarpi, öryggishólfi,kaffi og te aðstöðu, straujárn og strauborð og ísskáp með minibar gegn gjaldi. Sérbaðherbergi með hárþurrku, baðslopp og snyrtivörum.
 
Á Dolce Sitges eru tveir veitingastaðir ásamt snarlbar við sundlaugina.
Mikið er um að vera fyrir börnin á Dolce Sitges en dagskrá fyrir börnin á daginn sem og á kvöldin en veitingastaðurinn bíður einnig upp á sér barnamatseðil.
Dolce Sitges er staðsett í 12 mínútna göngufjarlægð frá ströndinni og í 3, 5 km fjarlægð frá miðbæ Sitges. Barcelona flugvöllurinn er svo aðeins í 25 mínútna akstursfjarlægð frá hótelinu.
 
Sérstakur gistiskattur er á öllum hótelgistingum í Katalóníu og þarf hver farþegi að greiða 1 evrur pr. mann pr. nótt, þó ekki meira en fyrir sjö nætur og greiðist þetta beint til hótelsins.
 

Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Keflavík

Sitges
Herbergi 1Herbergi 2


Herbergi 3


Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Aðrir áhugaverðir kostir