Dorada Palace er gott 4**** hótel staðsett í  um 10 mín göngufjarlægð frá ströndinni og miðbæ Salou. Port Aventura skemmtigarðurinn er aðeins í 5 mín akstursfjarlægð frá Dorada Palace. 
 
Góður garður er við hótelið með sólbaðsaðstöðu og eru 3 sundlaugar á hótelinu, tvær í garði hótelsins þar sem barnalaug og ein sundlaug er á þaki hótelsins þar sem einnig er að finna nudd pott.  Þaksvæði hótelsins er aðeins fyrir 18 ára og eldri. 
 
Snakkbar er í garði hótelsins ásamt hlaðborðsveitingastað sem framreiðir alþjóðlegan mat og er sér hlaðborð fyrir börnin. Skemmtidagskrá er á hótelinu á daginn og á kvöldin ásamt því er mini club og leiksvæði fyrir þau yngstu og mini diskó. Á 6. hæð hótelsins er nudd og snyrtistofa þar sem hægt er að bóka meðferðir gegn gjaldi.
 
Einnig er líkamsræktaraðstaða á hótelinu sem gestir hafa frían aðgang að á meðan dvöl þeirra stendur. 
Herbergin eru vel búin með loftkælingu, sjónvarpi með gervihnattarásum, minibar og öryggishólfi (gegn gjaldi). Frítt þráðlaust internet er á hótelinu.
 
Sérstakur gistiskattur er á öllum hótelgistingum í Katalóníu og þarf hver farþegi að greiða 1 evrur pr. mann pr. nótt, þó ekki meira en fyrir sjö nætur og greiðist þetta beint til hótelsins.
 

Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Keflavík

Salou
Herbergi 1


Herbergi 2


Herbergi 3


Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Aðrir áhugaverðir kostir