Dunas Suites er 4 **** hótel staðsett við glæsilegu dúnana í Maspolamas og stutt frá golfvellinum. Sundlaugagarðurinn er tilvalinn staður til þess að slaka á og njóta. 3 sundlaugar eru á hótelinu en afnot eru af 2 öðrum á samliggjandi hóteli. Nokkrir garðar eru þar af leiðandi með hverri sundlaug. Í görðunum eru sólbekkir, handklæði (gegn tryggingargjaldi), sólhlífum og 1 sundlaugabar.
Á Dunas Suites er veitingastaður og er þar boðið upp á fjölbreytt hlaðborð með nýju þema á hverjum degi. Einnig er kaffihús/bar í andyri hótelsins. Við hótelið er Beirut veitingastaður/bar þar sem boðið er upp á líbaníska matargerð.
Á hótelinu er líkamsræktarstöð,borðtennis, píla, billiard, bogfimi og upplýstur tennisvöllur. Leiksvæði fyrir börnin er á hótelinu og einnig barnaklúbbur sem er starfræktur á daginn. Kvöldskemmtun er á hótelinu 2 sinnum í viku fyrir bæði börn og fullorðna.
Skutluþjónusta á vegum hótelsins fer 4 sinnum á dag með gesti sína á Maspalomas ströndina og aftur til baka.
Herbergin eru loftkæld, með flatskjá með gervihnattarrásum, ísskáp, hárþurrku, baðkari m/sturtu, öryggishólfi (gegn aukagjaldi) og litlum garði.
Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn.
Val er um allt innifalið eða hálft fæði.
Hótelið tekur mest 2 fullorðna og 2 börn / 3 fullorðna og 1 barn
 

 

Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Keflavík

Kanarí
Herbergi 1


Herbergi 2


Herbergi 3


Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Aðrir áhugaverðir kostir