Yfirlit

Tel Aviv;  Landið Helga, Jordanía og Petra.
 
6. september 
 
frá Keflavík , rúta keyrir hópinn á hótelið. Frjáls eftirmiðdagur. Tilvalið að ganga um á ströndinni.
Gist á Maxim Design hotel í 2 nætur.
 
7. september 
 
Boðið upp á gönguferð um Tel Aviv að morgni, frjáls eftirmiðdagur við ströndina. 
 
8. september
 
 Keyrt upp til Galíleu. Hugsanlega fyrst til Haífa hinnar fögru hafnarborgar, síðan til Nazaret og Tiberias við Galíleuvatnið.  Gist á Astoria Galilee hotel í 2 nætur
 
9. september
 
Í fótspor meistarans, þar sem Jesús gekk um og starfaði. Kapernaum, Fjallræðuhæðin, Tabka 
 
10. september
 
 Keyrt í suður að landamærum Jórdaníu og yfir til Amman, höfðuborgar Jórdaníu, hin hliðin á Palestínu. Dvalið í Amman á Sadeen hotel Amman í 1 nótt.
 
11. september
 
Keyrt suður til hinnar dulmögnuðu Petru.  Þar dvalið fram eftir degi síðan gist við Dauðahafið, Jórdaníumegin hundruð metrum undir sjávarmáli. Gist á Russian Pilgrim Residence í 1 nótt.
 
12. september
 
Farið  snemma morguns aftur farið yfir landamærin til Ísrael/Palestínu. Dvalið við Dauðahafið. Ekið framhjá Jerikó elstu borgar veraldar sem enn er í byggð og þeirrar lægstu. Farið til Massada. Kumran-hellarnir skoðaðir en í þeim fundust Dauðahafshandritin frægu. Tækifæri mun gefast til að baða sig í hinu brimsalta Dauðahafi sem hefur læknandi áhrif og þar sem enginn getur sokkið. Dvalið í Jerúsalem á Ibis Jerusalem city Centre hotel í 4 nætur.
 
13. september
 
Leiðsögn um Borgina Helgu.  Farið upp á Ólífufjallið en þaðan er einstakt útsýni yfir musterissvæðið og Gömlu borgina. Frjáls tími síðdegis. 
 
14. september
 
Gengið um gömlu borgina, farið í Grafarkirkjuna, að Grátmúrnum og gengið Via Dolorosa krossferli Krists. Komið við í öllum hverfum trúarhefðanna þriggja, gyðinga, kristinna og muslima.
 
15. september
 
Farið til Betlehem og Helfarararsafnið Yad Vshem skoðað.
 
16. september
 
Flogið til Keflavíkur að morgnidags.
 
Um Petru
 
Borgin Petra í eyðimörk Jórdaníu, nokkurn veginn á milli Dauðahafsins og Rauðahafsins er vissulega eitt af dulúðlegustum undrum mannkynssögunnar.   Hálf hoggin inn í háann klettavegginn, ekki að fullu gerð, hlaðin margræðum táknum, umlukt tröllslegum fjöllum og djúpum drungalegum giljum og dölum.  Á forsögulegum tímum var borgin vegamót ólíkra menningarheima, austurs og vesturs, norðurs og suðurs.  Í dag er Petra eitt mesta undur fornleifafræðinnar og skapara með degi hverjum fleiri spurningar en menn geta svarað.
 

Hvað er innifalið

  • Flug
  • Gisting í 10 nætur með morgunverði
  • 4 x kvöldverður á hóteli
  • Íslenskur fararstjóri 
  • Akstur til og frá flugvelli
  • 20 kg innritaður farangur
  • Visa inn í Jordaniu

 

Ekki innifalið 

Inngangur í söfn

Hótel Ísrael

Gist er á fimm hótelum í ferðinni

Maxim Design hotel ***

Astoria Galilee hotel ***

Sadeen Hotel Amman ****

Russian Pilgrim Residence ****

Ibis Jerusalem City Centre hotel ***

Frá 289.900 kr. á mann

Gaman Ferðir bjóða upp á einstaka 10 daga ferð til Ísrael með sr. Hirti Magna Jóhannssyni, Tel Aviv;  Landið Helga, Jordanía og Petra. Ferð sem enginn má láta fram hjá sér fara.

Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Aðrir áhugaverðir kostir