Yfirlit

Einstök sælkeraferð í Barcelona

4.-10. apríl

Verð 234.900 kr. á mann í tvíbýli

Aukagjald fyrir einbýli 45.900 kr.

 

Gaman Ferðir og matarbloggararnir Berglind og Marta Rún bjóða upp á sex daga sannkallaða sælkeraferð í Barcelona. Í þessari einstöku ferð verður hver dagur nýttur til að kynnast matarmenningu Spánverja og bragða á gómsætum réttum, smakka vín og njóta lífsins.


Born hverfið er heillandi listahverfi í Barcelona sem er þekkt fyrir tapasmenningu sína. Byrjað er á léttri vínkynningu og smökkun frá vínum frá Spáni. Við röltum um hverfið og förum yfir sögu tapas, stoppum á veitingastöðum sem bjóða upp á framúrskarandi tapas og skálum að lokum í cava og spænskum ostum.

 

Heimsókn til Pares Balta vínekruna sem er fjölskyldurekin vínekra sem framleiðir lífræn vín. Hér lærum við allt um víngerð, förum í bílferð um vínekrurnar og að sjálfsögðu endar ferðin á vínsmökkun og tapas máltíð

 

Við förum á matreiðslunámskeið í tapasgerð en þar byrjum við á að fara á markaðinn og versla hágæða hráefni og lærum að gera þekkta tapasrétti. Matreiðslunámskeiðið endar á veislu í mat og drykk.   

 

Í Katalóníu er 95 % af öllu cava búið til farið verður í heimsókn í vínhérað. Þar byrjum við daginn snemma og hittum þar vínekrubændurna sem fræða okkur allt um cava og hvernig það er búið til. Þar borðum við saman morgunmat með þeim og eyðum deginum í fræðslu og smökkun með fjölskyldunni. Síðan ljúkum við heimsókninni með spænskum hádegisverði.

 

Sameiginlegur kvöldverður er haldinn í lok ferðar þar sem borðað verður í “pop up” eldhúsi í Barcelona en þar mun kokkur elda sjö rétta spænska veislu fyrir hópinn og tilheyrandi vín drukkin með.

 

Þetta er ferð fyrir alla þá sem eru miklir sælkerar og vilja gera vel við sig í mat og drykk og upplifa Barcelona eins og innfæddir. Gist verður á fjögurra stjörnu hótelinu Balmoral sem er vel staðsett í miðborginni. Nægur tími mun gefast í ferðinni til þess að skoða sig um í þessari stórkostlegu borg Barcelona.

 

Innifalið í verði

  • Flug með WOW air til Barcelona, 20 kg taska
  • Gisting í 6 nætur á Hotel Balmoral með morgunverð
  • Tapas og vínsmökkun í Born hverfinu
  • Heimsókn í Pares Balta Vínekruna, vínsmökkun og máltíð
  • Matreiðslunámskeið í tapas og máltíð með víni
  • Heimsókn í cava vínekru, cava smökkun, cava gerð og máltíð
  • Lokakvöldverður sjö rétta í pop up eldhúsi í Barcelona
  • Akstur til og frá flugvelli
  • Lestarferðir til Pares Balta og Cava vínekru
  • Íslensk fararstjórn

 

Ekki innifalið

Annað sem ekki er tekið fram í lýsingu 

Sérstakur gistiskattur er á öllum hótelgistingum í Katalóníu og þarf hver farþegi að greiða 2.50 € pr. mann pr. nótt, greiðist þetta beint til hótelsins.

 

Lágmarksþátttaka er 15 manns og áskilur Gaman Ferðir sér rétt til að fella niður ferðina náist sú þátttaka ekki.

 

Fararstjórar

Fararstjórar ferðarinnar eru þær Berglind Guðmundsdóttir og Marta Rún Ársælsdóttir en þær eru báðar miklir matgæðingar og tengjast Barcelona sterkum böndum þó hvor á sinn hátt.

Berglind er eigandi GulurRauðurGrænn&Salt sem hefur fyrir löngu sigrað hug og hjörtu íslenskra heimila með einföldum og bragðgóðum uppskriftum. Vefsíðuna stofnaði hún árið 2012 eftir ferð til Barcelona þar sem hún varð fyrir svo miklum matarinnblæstri að hún ákvað að nýta sér þessa upplifun með því að deila litríkum uppskriftum í haustlægðunum á Íslandi. 

Marta Rún hefur verið að skrifa matarblogg í rúm fimm ár og nýverið fært sig inná heimasíðuna Trendnet.is þar sem hún deilir uppskriftum og áhuga sínum á matargerð.

Marta er ekki nýkunnug Barcelona en hún hefur verið búsett þar síðastliðin tvö ár. Hún hefur skipulagt margar ferðir fyrir hópa að fólki og veit því bestu leyndarmál og staði borgarinnar, sérstaklega þegar kemur að mat og menningu.
 

Kortalán/Netgíró/PEI

Kortalán Valitors,Netgíró og PEI gerir Gaman Ferðum kleift að bjóða korthöfum einfalda og örugga greiðsludreifingu við kaup á ferðum hjá okkur. Greiðsluskipting vegna ferðakaupa getur verið í 3 til 12 mánuði og eru vextir breytilegir. Hámarksheimildir miðast við úttektarheimild, skuldastöðu, aldur og viðskiptasögu korthafa. Hafðu samband í síma 560-2000 eða sendu póst á gaman@gaman.is ef þú hefur áhuga á því borga ferðina með kortaláni, Netgiró eða með PEI.  

 

Farangursheimild og sætisbókanir 

Innifalið í verði er ein 20 kg taska.  Hver gestur má hafa með sér eina tösku í handfarangri, þó ekki stærri en 42x32x25 cm. Auk þess má hafa meðferðis fríhafnarpoka. Ekki er leyfilegt að hafa vökva í handfarangri. Hámarksþyngd handfarangurs er 10 kg. EF farþegar vilja bóka sæti fyrirfram þarf að greiða aukalega fyrir þau, samkvæmt verðskrá WOW air. 

 

 

 


Barcelona Sælkeraferð

Frá 234.900 kr. á mann

Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Aðrir áhugaverðir kostir