Escorial er 3*** hótel er á ensku ströndinni og í ca 250 metra fjarlægð frá baðströndinni. Í næsta nágrenni eru verslanir, veitingastaðir og barir. Hótelgarðurinn er suðrænn og fallegur með nokkrum sundlaugum, barnalaug, heita potti, heilsulind og æðislegri aðstöðu upp á þaki til þess að sóla sig og njóta útsýnisins yfir Atlantshafið.
 
Heilsulindin á Escorial er glæsileg og hafa hótelgestir aðgang að henni endurgjaldslaust. Þar er hægt að dekra við sig í rúmgóðri saltvatnslaug inn í helli með rennandi fossum og innisundlaug. Einnig er þar boðið upp á finnsk gufu- og eimböð, ljósabekk og hvíldarherbergi. Ef gestir vilja extra dekur er boðið upp á nudd og snyrtingu gegn auka gjaldi.
Í hótelgarðinum má einnig finna líkamsræktaraðstöðu, tennisvöll, keilusal, mini golf völl, pílukast og leikherbergi fyrir yngri kynslóðina, sem einnig geta notið sín á leikvelli utan dyra. Leikherbergið er frítt fyrir þá sem eru í „Allt Innifalið“.
Veitingastaður er á Escoria og er þar boðið upp á góðar hlaðborðsmáltíðir. Bar er á hótelinu og er þar kvöldafþreying í boði fyrir alla fjölskylduna.
Herbergin eru öll með svölum þar sem útihúsgögn eru og þvottagrind. Ekki skemmir glæsilega útsýnið. Einnig er þar gervihnattasjónvarp, ísskápur og ókeypis wifi interneti. Hægt er að leigja öryggishólf og loftkælingu.
Öll herbergin hafa sér baðherbergi með baðkari m/sturtu og hárþurrku.
Val er um hálft fæði eða allt innifalið.
 

 

Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Keflavík

Kanarí
Herbergi 1


Herbergi 2


Herbergi 3


Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Aðrir áhugaverðir kostir