Hotel Estela Barcelona er 4 stjörnu hótel. Þetta töfrandi hótel er staðsett við ströndina í Sitges. Í garði hótelsins er sundlaug, sólbekkir, sólhlíf, setuaðstaða og sundlaugabar þar sem tilvalið er að slaka á og njóta sjávarútsýnisins. Herbergin eru rúmgóð og loftkæld, flatskjár með gervihnattastöðvum er á herbergjunum sem og ísskápur, hárþurrka, öryggishólf og svalir. Þráðlaust internet er í boði á almenningssvæðum hótelsins. Veitingastaðurinn Iris þykir góður og er staðsettur á hótelinu. Þar er boðið upp á miðjarðarhafsrétti í snarli, morgun- hádegis- og kvöldmat. Einnig er bar á Estela Barcelona. Í næsta nágrenni er miðbær Sitges, golfvellir og ýmis vatnasport við ströndina.

Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Keflavík

Sitges
Herbergi 1Herbergi 2


Herbergi 3


Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Aðrir áhugaverðir kostir