Eugenia Victoria er 3*** hótel sem er staðsett á Ensku ströndinni og í ca 1,3 km fjarlægð frá baðströndinni. Í næsta nágrenni eru verslanir, veitingastaðir og barir. Garður hótelsins er afar rúmgóður og glæsilegur með stórri sundlaug, barnalaug og sólbaðsaðstaðan er góð með sólbekkjum, sólhlífum og sundlaugabar. Þakverönd er á hótelinu en þar eru sólbekkir og heitur pottur.
Hótelgestir hafa aðgang að líkamsræktaraðstöðu, tennisvelli, skvass, körfu, fótboltamörkum, minigolf og heilsulind (spa). Heilsulindin er glæsileg og hafa hótelgestir aðgang að henni endurgjaldslaust. Þar er meðal annars að finna stóra inni sundlaug, nuddpotta, gufubað, tyrkneskt bað og hvíldarherbergi. Þar er hægt er að panta nudd og snyrtingu gegn gjaldi.
Þá má nefna að 3 barir eru á staðnum; Dragon Bar í setustofunni þar sem skemmtidagskráin fer fram á kvöldin. Sundlaugabarinn í garðinum og Palmera Bar, en þar er karaoke og lifandi tónlist á kvöldin. Leikherbergi er í boði en þar má finna billiard, flatskjá, tölvuleiki og aðstöðu til þess að spila. Barnadagskrá er á daginn og kvöldin.
Veitingastaður er á Eugenia Victoria og er þar boðið upp á fjölbreytt og alþjóðlegt hlaðborð. Á Eugenia Victoria hafa gestirnir aðgang að þvottaaðstöðu.
Herbergin eru rúmgóð og nýuppgerð með loftkælingu, ísskáp, gervihnattasjónvarpi, útvarpi, síma, katli fyrir te/kaffi og baðherbergin eru með hárþurrku. Frítt wifi er á herbergjunum en þó er vert að taka fram að sambandið getur verið hægt á álagstímum. Athugið að einstaklingsherbergin eru ekki með svölum. Herbergin eru þrifin 7 sinnum í viku og hægt er að leigja öryggishólf gegn gjaldi. Lyfta er á hótelinu en það er 8 hæða.
Val er um hálft fæði eða allt innifalið.
 

 

Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Keflavík

Herbergi 1


Herbergi 2


Herbergi 3


Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Aðrir áhugaverðir kostir