Ferðatímabil
Föstudagurinn 30. mars til mánudagsins 2. apríl. 
 
Hvernig bóka ég þessa ferð?
Til að bóka þessa ferð þá er leitarform hægra megin á síðunni. Þar getur þú valið um fjölda herbergja og fjölda gesta í hverju herbergi. Eftir að smellt hefur verið á leitarhnappinn er sýnd leitarniðurstaða. Leitarniðurstaðan sýnir valin hótel og flug. Flogið er til Manchester. Við bjóðum upp á 3* eða 4* hótel miðsvæðis í Liverpool. Þú ákveður sjálfur hvort þú vilt hafa morgunverð með herbergi eða ekki.
 
Grunnpakkinn inniheldur flug, gisting í 3 nætur og miði á leikinn.
 
Ferð til og frá flugvelli
Til að komast til Liverpool þarf að fara á lestarstöðina á flugvellinum í Manchester og þaðan er hægt að taka lest beint til Liverpool Lime Street. Hægt að skoða vefsíðuna - www.thetrainline.com til að fá nánari upplýsingar um þá lestarferð. Frá Liverpool Lime Street er hægt að ganga eða taka leigubíl á hótelið.
 
ATH. Lestarferð til og frá Liverpool er ekki innifalin í verði.
 
Leikur
Leikur Everton og Man City fer fram laugardaginn 31. mars klukkan 15:00. Athugið að leiktíminn getur breyst vegna sjónvarpsútsendinga eða af öðrum ástæðum með stuttum fyrirvara.
 
Heimavöllur Everton heitir Goodison Park. Fljótlegast leiðinn á völlin er að taka strætó númer 919 frá St. Johns Lane á móti Lime Street Station og beint á völlinn. Ferðir hefjast 2 tímum fyrir leikinn. Ferðin tekur um 15 mínútur. 10 mínútur eftir leikinn hefjast ferðir aftur í miðbæ Liverpool. Verð 8-12 pund fram og til baka.
 
Einnig er hægt að taka leigubíl frá miðbænum. Leigubíll kostar frá 7-10 pund. T
 
Miðar í Park End Stand, The Peoples Club, hlaðborð fyrir leik, aðgangur 3 tímur fyrir leik og klukkutíma eftir leik. Miðarnir eru afhentir á Goodison Park fyrir leik og á leikdegi.
 
Kortalán / Netgíró / Pei
Kortalán Valitors gerir Gaman Ferðum kleift að bjóða korthöfum einfalda og örugga greiðsludreifingu við kaup á ferðum hjá okkur. Greiðsluskipting vegna ferðakaupa getur verið í 3 til 12 mánuði og eru vextir breytilegir. Hámarksheimildir miðast við úttektarheimild, skuldastöðu, aldur og viðskiptasögu korthafa. Hafðu samband í síma 560-2000 eða sendu póst á gaman@gaman.is ef þú hefur áhuga á því borga ferðina með kortaláni eða Netgíró.

Hvað er innifalið

  • Flug
  • Gisting
  • Miði á leikinn

Samtals frá
94.900 kr.
Verð eru breytileg og stýrast af
bókunarstöðu á hótelum og flugi.

Það er einstök tilfinning að fara á leik á Goodison Park. Nú eru það leikmenn Man City sem koma í heimsókn. Komdu með og upplifðu einstaka skemmtun beint í æð. Þetta verður bara GAMAN! 


Keflavík

Liverpool

30. mars

2. apríl


Herbergi 1

Herbergi 2

Herbergi 3

Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

560 2000

Aðrir áhugaverðir kostir