Æfinga- og keppnisferðir

Gaman Ferðir er með mikið úrval æfinga og keppnisferða fyrir allar íþróttir. Við kappkostum að bjóða upp á hagstæð verð í vel skipulagðar ferðir sem henta öllum íþróttahópum. Allt frá boltaíþróttum í sundhópa, fimleikahópa, frjálsar íþróttir, dans og auðvitað allt þar á milli. Við skipuleggjum ferðina fyrir þig og þinn hóp.

Við höfum skipulagt ferðir fyrir bæði félagslið og einstaklinga, hér fyrir neðan eru nokkur dæmi. Hafið endilega samband við okkur á gulli@gaman.is eða í síma 560-2000 til að fá nánari upplýsingar.

Fótbolti
Gaman Ferðir er með mikið úrval æfinga og keppnisferða fyrir fótbolta. Til dæmis Norway Cup, Barcelona Summer Cup og Cup Denmark
Handbolti
Gaman Ferðir er með mikið úrval æfinga og keppnisferða fyrir handbolta. Til dæmis Dronninglund Cup, Bergen Cup og handboltaskóli Gaman Ferða
Körfubolti
Gaman Ferðir er með mikið úrval æfinga og keppnisferða fyrir körfubolta. Til dæmis Top Basket Barcelona
Frjálsar
Gaman Ferðir er með mikið úrval æfinga og keppnisferða fyrir frjálsar íþróttir. Til dæmis Gautarborgarleikarnir í frjálsum.

Gaman Ferðir - 3.flokkur FH tók þátt í Cup Danmark sumar 2016

3.flokkur FH tók þátt í Cup Danmark sumarið 2016

Fótbolti

Norway Cup í Osló, Noregi 30. júlí -5. ágúst / Gaman Ferðir með einkaleyfi - Verð frá 99.900 kr á mann
Frábært mót í alla staði þar sem dagskrá með ferð í einn stærsta skemmtigarð í Noregi tvinnast inn í eitt allra flottasta knattspyrnumót sem völ er á. 2017 er mótið haldið í 45. skipti. Í fyrra tóku 1.749 lið þátt, 32.000 þátttakendur frá 52 þjóðum. þetta er svo flott að yfirmaður öryggismála er sá sami og sér um öryggismál Noregskonungs!
 
Barcelona Summer Cup á Spáni 26. júní-1. júlí - Verð frá 139.900 kr á mann
Barcelona Summer Cup er frábært mót sem haldið er í fallegum strandbæ, Salou. Hátt í 100 lið frá yfir 14 löndum taka þátt og mikið er lagt uppúr góðri umgjörð og skemmtilegri dagskrá til viðbótar við fótboltann. Fótboltamót sem sameinar sól, strönd og frábæra afþreyingu.
 
Cup Denmark í Kaupmannahöfn, Danmörku 27.-30. júlí - Verð frá 99.900 kr á mann
Cup Denmark er eitt af stærri og skemmtilegri fótboltamótum á Norðurlöndunum. Yfir 150 lið frá yfir 25 löndum taka þátt og mikið er lagt uppúr góðri umgjörð og skemmtilegri dagskrá til viðbótar við fótboltann. Mótið er haldið í samstarfi með Bröndby í Bröndby Stadion í Kaupmannahöfn.
 
Knattspyrnuskóli Gaman Ferða - EM 2017 í Hollandi - 13. - 20. júlí / 20. júlí - 27. júlí - Verð frá 159.900 kr á mann
Gaman Ferðir bjóða upp á frábæran knattspyrnuskóla fyrir stelpur á aldrinum 13-16 ára, dagana 13. júlí – 27.júlí, í Hollandi á meðan Evrópumót kvenna í knattspyrnu fer fram. Skólinn er haldinn í Nijverdal sem er aðeins í um klukkutíma fjarlægð frá Amsterdam. Daði Rafnsson er skólastjóri Knattspyrnuskóla Gaman Ferða en hann setur upp dagskránna í Hollandi. Á svæðinu verður svo Mist Rúnarsdóttir ásamt frábæru teymi erlendra gestaþjálfara sem meðal annars eru að þjálfa hjá unglingaliðum í þýsku úrvalsdeildinni í karla- og kvennaflokki og hafa stýrt liðum í Meistaradeild kvenna. Auk þess munu fimm þjálfarar frá Hollenska knattspyrnusambandinu stýra tveimur æfingum í skólanum.
 
Það má því með sanni segja að leikmenn fái að kynnast áherslum úr alþjóðlegri þjálfun. Einnig fer hópurinn á leiki íslenska landsliðsins á EM 2017 í Hollandi. Í fyrri ferðinni Farið verður á leik Íslands og Frakklands 18. júlí og í seinni ferðinni verður farið á leiki Íslands og Sviss í Doetinchem 22. júlí og svo á leik Íslands og Austurríki í Rotterdam 26. júlí.
 
Knattspyrnuskóli fyrir stelpur 14-18 ára í Florida State háskólanum - Verð kemur í ljós á næstu vikum
Gaman Ferðir kynna frábæran knattspyrnuskóla fyrir stelpur á aldrinum 14 - 18 ára í Florida State háskólanum. Um er að ræða fjögurra daga skóla við bestu aðstæður á svæði háskólans í Tallahassee, höfuðborg Flórídafylkis. Skólalið Florida State hefur átt sæti meðal fjögurra bestu liða landsins fimm ár í röð og varð landsmeistari árið 2014 með íslensku landsliðskonurnar Dagnýju Brynjarsdóttur og Berglindi Björg Þorvaldsdóttur innanborðs. Með liðinu leikur nú landsliðskonan Elín Metta Jensen. Mark Krikorian, þjálfari Florida State er einn virtasti þjálfari Bandaríkjanna og hefur yfirumsjón með knattspyrnuskólanum en margir mjög öflugir þjálfarar hafa starfað í honum undanfarin ár. Þetta er óviðjafnanlegt tækifæri fyrir ungar og metnaðarfullar knattspyrnukonur. Leikmenn koma víða að til að taka þátt í knattspyrnuskólanum, meðal annars frá Norður Ameríku, Asíu og Evrópu. Gist er í heimavist Florida State háskólans þar sem fyllsta öryggis leikmanna er gætt. Leikmenn eru í fullu fæði á meðan dvöl þeirra stendur. 
 
Áætlaðar dagsetningar eru í lok júlí/byrjun ágúst en verða ákveðnar í byrjun janúar 2017. Flogið er til Miami og tilvalið er að gera fjölskylduferð til Flórída úr þessari skemmtilegu ferð. Fulltrúi Gaman Ferða verður á staðnum og til taks fyrir leikmenn. Takmarkaður fjöldi sæta er í boði í þennan knattspyrnuskóla.

Flottur hópur á leið í handboltaskóla Gaman Ferða

Flottur hópur á leið í handboltaskóla Gaman Ferða

Handbolti

Dronninglund Cup í Danmörku 10.-15.júlí / Gaman Ferðir með einkaleyfi
Yfir 250 lið frá yfir 15 þjóðum gerir Dronninglund að einu flottasta og sterkasta handboltamóti á Norðurlöndunum. Þetta er glæsilegt mót sem er með frábæra dagskrá og heimsókn í skemmtigarð.
 
Bergen Cup í Noregi 29. júní -2. júlí / Gaman Ferðir með einkaleyfi
Vikuferð í beinu flugi til Bergen í Noregi. 220 lið tóku þátt 2016 og stefna mótshaldarar á um 300 lið sumarið 2017. Frábær vikuferð sem byrjar á æfingum og æfingaleikjum fyrstu tvo dagana, síðan er tekið þátt í Bergen Cup mótinu og leikið gegn sterkum liðum. Ferð í klifurgarð, risa aparólu og sundlaugargarð er hluti af skemmtilegri dagskrá.
 
Granollers Cup á Spáni 28. júní -2. júlí
Eitt stærsta alþjóðlega handboltamót í heimi. Yfir 350 lið frá 23 löndum taka þátt í stórskemmtilegu móti rétt utan við Barcelona. Gist er á hóteli í strandbæ rétt utan Granollers svo iðkendur geti sameinað strönd, sól, skemmtun og handbolta – það er allt í þessari ferð.
 
Handboltaskóli Gaman Ferða í ágúst í Danmörku / Gaman Ferðir með einkaleyfi
Eftir gríðarlega vel heppnaðan handboltaskóla 2016 er komið að enn betri handboltaskóla 2017. Fjöldinn allur af atvinnumönnum voru með séræfingar og fyrirlestra fyrir krakkana okkar og má þar nefna Arnór Atlason, Vigni Svavarsson, Tandra Má Konráðsson. Rut Jónsdóttir, Stella Sigurðardóttir og Karen Knútsdóttir kíktu einnig í heimsókn og ekki má gleyma stórstjörnunum Sander Sagosen og Bjarte Myrhol sem voru með frábærar séræfingar.

Körfubolti

Top Basket Barcelona á Spáni 23.-25. júní / Gaman Ferðir með einkaleyfi
Vel skipulagt og frábært körfuboltamót í strandbænum Callela. Um 50 lið frá 9 þjóðum mættu til leiks 2016 en meðal þjóða voru England, Tyrkland, Ungverjaland, Írland, Ísrael og Belgía. Hérna sameinar þú körfubolta, sól, strönd og skemmtun. Ferð í skemmtigarð og sundlaugargarð auk góðrar dagskrár á meðan móti stendur. Einnig býður Top Basket upp á páskamót 14.-16. apríl sem og körfuboltabúðir í september sem unnar eru í samstarfi við NBA-stjörnu.
 

Frjálsar íþróttir

Gautarborgarleikarnir í frjálsum 27. júní - 3. júlí - Verð frá 115.900 kr á mann
Virkilega skemmtilegt og gott frjálsíþróttamót í Gautaborg í Svíþjóð. Selfoss og ÍR fóru með Gaman Ferðum sumarið 2016 á mótið og voru mjög sátt og gekk ferðin afar vel. Flogið er til Kaupmannahafnar og þaðan er svo rútuferð til Gautaborgar. Gist er á hinu glæsilega Scandic Europe í miðborg Gautaborgar í þriggja manna herbergjum í 6 nætur. Morgunmatur er í boði á hótelinu. Svo er rútuferðin frá Gautaborg til Kaupmannahafnar einnig með í pakkanum. Liðin skrá sig sjálf í keppnisgreinar á heimasíðu mótsins og greiða mótsgjöld sjálf. Innfalið í skráningargjaldinu er aðgangur að Liseberg.
 

Æfingaferðir

Gaman Ferðir skipuleggja æfingaferðir fyrir lið í flestum íþróttagreinum, hvort sem það eru meistaraflokkar eða yngri flokkar. Við getum sérsmíðað ferðir fyrir hvaða hóp sem er og því er um að gera að hafa samband og athuga hvaða möguleikar eru í boði fyrir þitt lið. Hægt er að senda póst á Gulla (gulli@gaman.is).