Körfubolti

Gaman Ferðir er með mikið úrval æfinga og keppnisferða fyrir allar íþróttir. Við kappkostum að bjóða upp á hagstæð verð í vel skipulagðar ferðir sem henta öllum íþróttahópum. Allt frá boltaíþróttum í sundhópa, fimleikahópa, frjálsar íþróttir, dans og auðvitað allt þar á milli. Við skipuleggjum ferðina fyrir þig og þinn hóp.

Við höfum skipulagt ferðir fyrir bæði félagslið og einstaklinga, hér fyrir neðan eru nokkur dæmi. Hafið endilega samband við okkur á hilmar@gaman.is eða í síma 560-2000 til að fá nánari upplýsingar.

Gaman Ferðir - Æfinga- og keppnisferðir - Körfubolti

Körfubolti

Top Basket Barcelona á Spáni 23.-25. júní / Gaman Ferðir með einkaleyfi
Vel skipulagt og frábært körfuboltamót í strandbænum Callela. Um 50 lið frá 9 þjóðum mættu til leiks 2016 en meðal þjóða voru England, Tyrkland, Ungverjaland, Írland, Ísrael og Belgía. Hérna sameinar þú körfubolta, sól, strönd og skemmtun. Ferð í skemmtigarð og sundlaugargarð auk góðrar dagskrár á meðan móti stendur. Einnig býður Top Basket upp á páskamót 14.-16. apríl sem og körfuboltabúðir í september sem unnar eru í samstarfi við NBA-stjörnu.
 

Æfingaferðir

Gaman Ferðir skipuleggja æfingaferðir fyrir lið í flestum íþróttagreinum, hvort sem það eru meistaraflokkar eða yngri flokkar. Við getum sérsmíðað ferðir fyrir hvaða hóp sem er og því er um að gera að hafa samband og athuga hvaða möguleikar eru í boði fyrir þitt lið. Hægt er að senda póst á Hilmar (hilmar@gaman.is).