Golfferðir

Gaman Ferðir hafa skipulagt fjölmargar golfferðir fyrir einstaklinga og hópa og eru þessar golfferðir heldur betur að slá í gegn. Fararstjóri Gaman Ferða á Spáni er Jón Karlsson (Nonni) en hann er aðalmaðurinn í golfdeild Gaman Ferða. Hann er PGA-golfkennari þannig að hann veit nákvæmlega um hvað þetta snýst. Þetta getur hreinlega ekki klikkað! Einnig verður boðið upp á sérstakan golfskóla fyrir þá sem það vilja í flestum okkar ferðum. Nonni gefur allar nánari upplýsingar um golfferðir Gaman Ferða en það er hægt að senda honum póst á nonni@gaman.is.
 
Við getum líka útbúið sérstaka ferð fyrir þig og þína. Í boði eru ferðir til Alicante, London og Dublin. Hafðu endilega samband við okkur með því að senda tölvupóst á nonni@gaman.is ef þú hefur áhuga á því að skoða þetta betur og við setjum saman flotta ferð fyrir þig og þína

 

 

Spánn - Vor 2017

Gaman Ferðir - Golfferðir
 

Melia Villaitana

Rétt upp af Benidorm, um 30 mínútur frá Alicante er hið stórglæsilega Melia Villaitana hótel. Við hótelið eru tveir mjög góðir golfvellir en þeir eru hannaðir af Jack Nicklaus.  Það er ansi stutt að fara frá herberginu á teiginn. Á hótelinu eru frábær herbergi með öllu. Boðið upp á einstaklingsherbergi, double-herbergi eða twin-herbergi, 42“ flatskjár er í öllum herbergjum, loftræstikerfi, WiFi, öryggishólf og minibar. Herbergin eru með mismunandi útsýni, út á Miðjarðarhafið, yfir golfvöllinn, sundlaugina eða hótelgarðinn. Á staðnum er líkamsrækt, heilsulind, nokkrir frábærir veitingastaðir og margar sundlaugar þ.a.m. strandarlaug. Hægt að fara í tennis á staðnum. Einnig er glæsileg SPA-aðstaða á svæðinu þar sem hægt er að kaupa sér dekur.
 
Það er frábært að vera með tvo flotta golfvelli við hótelið. Levante-völlurinn er par 72 völlur og Poniente-völlurinn er par 62 völlur. Þeir eru báðir hannaðir af Jack Nicklaus.  Levante-völlurinn er opinn, skemmtilegur og þægilegur völlur. Auðvelt er að ganga hann en auðvitað er hægt að panta bíla fyrirfram hjá okkur. Poniente-völlurinn er mjög góður völlur með eingöngu par 3 og 4 holum. Það er mikið landslag í honum sem gerir hann mjög áhugaverðan.  Stórkostlegt útsýni er af báðum völlunum yfir Benidorm og út yfir Miðjarðarhafið.
 
Golfsvæðið þarna er frábært og allt er gert af metnaði og til þæginda. Þarna er gott æfingasvæði þar sem hægt er að æfa báðum megin við það og tvær góðar púttflatir. Golfbúð er í golfskálanum og hægt að leigja bæði golfbíl eða kerru.
 

Golfdeild Gaman Ferða

Það er Jón Karlsson, Nonni, sem er aðalmaðurinn í golfdeild Gaman Ferða. Honum til halds og trausts er svo Þór Bæring Ólafsson. Heimavöllur Gaman Ferða á Alicante er Melia Villaitana. Einnig verðum við með ferðir á Bonalba-völlinn og sömuleiðis fleiri velli á Alicante-svæðinu. Við erum einnig með samninga við fjölmarga golfvelli á Englandi og á Írlandi. Hægt að senda póst á nonni@gaman.is ef þú hefur áhuga á því að fá tilboð í þína ferð. Við sérsmíðum ferðir fyrir einstaklinga og hópa af öllum stærðum og gerðum.
 
 
Bonalba
Bonalba völlinn þekkja margir Íslendingar enda fínn golfvöllur rétt hjá Alicante flugvelli. Gistingin hefur tekið miklum framförum undanfarin ár og nú er í boði að gista á mjög fínu hóteli í stuttu göngufæri við klúbbhúsið.


London - Vor 2017

Dale Hill Hotel & Golf Club
 
Marriott Tudor Park Hotel & Country Club
 
Marriott Lingfield Park Hotel & Country Club
 
*Allir þessir vellir eru í 15-35 mínútna akstursfjarlægð frá Gatwick-flugvelli en það er okkar flugvöllur í London.
 

Írland - Vor 2017

K-Club (The Kildare Hotel Spa & Country Club)
Frábært lúxushótel og tveir glæsilegir golfvellir hannaðir af Arnold Palmer. Báðir vellirnir þykja einstaklega góðir og staðurinn var nýlega valinn einn af 10 bestu í heiminum af CNN. Aðeins eru nokkur ár síðan að Ryder Cup var haldið þarna og því er nauðsynlegt fyrir alla golfara að prófa að spila þarna.
 
Portmarnock Hotel & Golf í Dublin
Aðeins í 15 mínútna fjarlægð frá flugvellinum í Dublin og 25 mínútur frá miðbænum liggur þessi glæsilegi golfvöllur ásamt mjög góðri gistingu. Þessi völlur er einn af þeim vinsælli í Írlandi og er skemmtilega krefjandi strandvöllur.